Ljósleiðarinn
Ljósleiðarinn
Ljósleiðarinn

Við leitum að skiplögðum einstaklingi í eftirlit

Við leitum að skiplögðum og sjálfstæðum einstaklingi í eftirlit hjá Ljósleiðaranum.

Um fjölbreytt starf er að ræða en í starfinu felst meðal annars eftirlit og ábyrgð á hagkvæmri uppbyggingu gagnaflutningskerfis og afhendingu þjónustu til viðskiptavina ásamt því að tryggja góðan rekstur gagnaflutningskerfis Ljósleiðarans.

Helstu verkefni

  • Samskipti við verktaka, hönnuði og aðra hagaðila.
  • Verkframvindueftirlit, verkfundir
  • Öryggiseftirlit.
  • Úttektir og Innmælingar á nýjum lögnum.
  • Ráðgefandi í tengslum við verklegar framkvæmdir og verndun lagna

Fyrst og fremst leitum við að lausnamiðaðri manneskju með sterka sýn í öryggismálum. Góð samskiptahæfni og frumkvæði eru lykilforsenda árangurs því við leggjum áherslu á að vera í góðu samtali við allt starfsfólk, verktaka og aðra hagaðila um að koma auga á, meta og stjórna áhættum í starfsumhverfinu okkar. Góð þekking og reynsla af jarðvinnu og/eða veituverkefnum er æskileg

Auglýsing birt10. október 2024
Umsóknarfrestur24. október 2024
Staðsetning
Bæjarháls 1, 110 Reykjavík
Starfstegund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar