SSNV
SSNV
SSNV

Við leitum að öflugum verkefnastjóra farsældar

Við leitum að öflugum verkefnastjóra farsældar

SSNV, samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra auglýsa laust til umsóknar nýtt starf verkefnastjóra í málefnum farsældar á Norðurlandi vestra. Um er að ræða starf til tveggja ára sem ætlað er að vinna að markmiðum samnings SSNV við ráðuneyti mennta- og barnamála.

Leitað er að drífandi, framsýnum og sjálfstæðum verkefnastjóra sem býr yfir einstökum hæfileikum í mannlegum samskiptum.

Við óskum eftir samstarfsfélaga sem hefur ástríðu fyrir uppbyggingu samfélagsins sem við búum í og vill leiða undirbúning að stofnun svæðisbundins farsældarráðs. Viðkomandi mun vinna í nánu samstarfi við forsvarsmenn innleiðingar farsældarþjónustu í sveitarfélögum landshlutans og leiða saman það fagfólk sem vinnur að málefnum barna í því skyni að undirbúa svæðisbundið farsældarráð.

Við lofum góðu starfsumhverfi og sveigjanlegum vinnutíma.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Virkt samráð við sveitarfélög og þjónustuveitendur farsældar á Norðurlandi vestra.
  • Mótun verkferla og verkáætlunar í málefnum farsældar.
  • Stofnun og umsjón með farsældarráði Norðurlandi vestra og umsýsla fyrir ráðið.
  • Yfirsýn og kortlagning á þjónustu varðandi börn.
  • Tengiliður við samráðsvettvanginn og verkefnið Öruggara Norðurland vestra.
  • Samskipti við hagaðila og stofnanir á öllu starfssvæðinu m.a. með reglubundinni viðveru á öllum starfsstöðvum SSNV.
  • Stefnumótun og miðlun.
  • Þverfagleg teymisvinna innan allra verkefna.
  • Önnur tengd og tilfallandi verkefni sem viðkomandi eru falin.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun á framhaldsstigi sem nýtist í starfi (s.s. á sviði félagsmála, verkefnastjórnunar eða laga).
  • Þekking og reynsla af velferðarmálum er kostur.
  • Þekking og reynsla af verkefnastjórnun er kostur.
  • Þekking á samfélagi svæðisins er kostur.
  • Framsýni, jákvæðni og sveigjanleiki.
  • Mikil hæfni í samskiptum og reynsla af teymisvinnu.
  • Sjálfstæð og öguð vinnubrögð.
  • Mjög góð færni í íslensku og ensku.
  • Mjög góð tölvu- og tæknifærni.
  • Búseta á Norðurlandi vestra og bílpróf.
Auglýsing birt6. nóvember 2024
Umsóknarfrestur21. nóvember 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Höfðabraut 6, 530 Hvammstangi
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Almenn tæknikunnáttaPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.ÖkuréttindiPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.StefnumótunPathCreated with Sketch.SveigjanleikiPathCreated with Sketch.TeymisvinnaPathCreated with Sketch.Verkefnastjórnun
Starfsgreinar
Starfsmerkingar