
UMFÍ
Ungmennafélag Íslands er landssamband ungmennafélaga. Heiti þess er skammstafað UMFÍ. UMFÍ var stofnað í ágúst árið 1907.
Sambandsaðilar UMFÍ eru 27 talsins sem skiptast í 22 íþróttahéruð og 5 ungmennafélög með beina aðild. Alls eru um 480 félög innan UMFÍ með rúmlega 290.000 félagsmenn.

Við leitum að liðsfélaga!
Í starfinu felst að sinna verkefnum varðandi fræðslumál, gerð alþjóðlegra styrkumsókna ásamt vinnu við samfélagsmiðla og önnur tilfallandi verkefni.
Um er ræða 100% starf í 6 mánuði en þó er vonast til þess að hægt verði að gera það að fullu starfi til framtíðar. Starfið er í nýrri og glæsilegri þjónustumiðstöð UMFÍ í Reykjavík þar sem unnið er í opnu rými.
Þjónustumiðstöð UMFÍ er fámennur en skemmtilegur vinnustaður sem leggur áherslu á samstarf, bæði innan sem utan hreyfingar. Viðkomandi þarf því að geta unnið hratt og vel með öðrum, tileinkað sér fjölbreytt vinnubrögð, komið fram fyrir hönd samtakanna og síðast en ekki síst geta unnið sjálfstætt, sýnt frumkvæði og fylgt eftir verkefnum sínum.
Helstu verkefni og ábyrgð
Gerð fræðslu- og kynningarefnis (prent, samfélagsmiðlar og víðar)
Samskipti við íþrótta- og ungmennafélagshreyfinguna.
Reynsla af gerð styrkumsókna.
Menntunar- og hæfniskröfur
Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
Þekking á helstu samskipta- og hönnunarforritum.
Góðir samskiptahæfileikar.
Reynsla af styrkumsóknum á borð við Erasmus+ er kostur en ekki krafa.
Starfstegund
Staðsetning
Engjavegur 6, 104 Reykjavík
Tungumálakunnátta


Hæfni
Mannleg samskipti
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Þjónustufulltrúi í móttöku
Umhverfisstofnun
Heilbrigðisritari / skrifstofustarf á verkjamiðstöð Landspít...
Landspítali
Sölufulltrúi Hilton Reykjavík Nordica - Ráðstefnur og fundir
Hilton Reykjavík Nordica
Húsnæðisfulltrúi flóttamanna
Hafnarfjarðarbær
Bókari óskast
Volcano Trails
Félag iðn- og tæknigreina auglýsir eftir starfsmanni
Félag iðn- og tæknigreina
Aðalbókari
Dagar hf.
Verkefnastjóri á hjúkrunardeild - Hafnarfjörður
Hrafnista
Launafulltrúi hjá mannauðslausnum
Advania
Fagstjóri / verkefnastjóri á umferðarsviði
Samgöngustofa
Starfskraftur afgreiðslu á Akureyri
Frumherji
Bókhald - Selfoss
KPMG á ÍslandiMá bjóða þér smákökur? Alfreð notar vafrakökur til að greina umferð um vefinn og bæta upplifun þína. Sjá meira.