Arion banki
Arion banki
Arion banki

Við leitum að liðsauka á fjármálasvið

Við leitum að liðsauka í reikningshaldsteymið okkar á fjármálasviði Arion. Við viljum fá til liðs við okkur starfsfólk sem er áreiðanlegt í starfi, með reynslu af bókhaldi ásamt því að hafa öguð og sjálfstæð vinnubrögð.

Fjármálasvið stundar virkt eftirlit með rekstrarkostnaði bankans og sinnir tekjuskráningu, reikningagerð og innheimtu á afmörkuðum sviðum. Sviðið stuðlar að bættum rekstri með því að gera stjórn og starfsfólki bankans kleift að taka ákvarðanir sem byggja á góðum upplýsingum auk þess sem það annast skýrslugjöf til eftirlitsaðila og uppfyllir þannig kröfur sem eru undirstaða starfsleyfis.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Færsla bókhalds og afstemmingar
  • Móttaka og bókun reikninga
  • Tekjuskráning, reikningagerð og innheimta
  • Kostnaðareftirlit og eftirfylgni með því
  •   Þátttaka í ýmsum umbótaverkefnum
Menntunar- og hæfniskröfur
  •  Menntun sem nýtist í starfi
  • Reynsla og þekking af bókhaldi og afstemmingum
  • Góð samskiptahæfni og þjónustulund
  • Skipulagshæfni og sjálfstæð vinnubrögð
  • Umbóta- og lausnamiðuð hugsun
  • Góð almenn tölvufærni og góð þekking á Excel
Auglýsing birt14. febrúar 2025
Umsóknarfrestur9. mars 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
Staðsetning
Borgartún 19, 105 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar