
Hekla
Hekla sérhæfir sig i sölu og þjónustu á nýjum og notuðum bílum frá Audi, Volkswagen, Skoda, Mitsubishi og Ora. Framleiðendur sem þekktir eru fyrir framúrskarandi gæði og áreiðanleika.
Hjá okkur starfar samstilltur hópur reyndra og þjónustulipra starfsmanna sem hafa það að leiðarljósi að veita framúrskarandi þjónustu og ráðgjöf. Öflug liðsheild einkennir fyrirtækið sem hefur undanfarin ár verið leiðandi í sölu og viðhaldi á vistvænum bílum.
Við bjóðum upp á alhliða bifreiðaþjónustu og búum yfir einu best búna bifreiðaverkstæði landsins þar sem starfa þrautþjálfaðir bifvélavirkjar.
Hekla er staðsett við Laugaveg 174 í Reykjavík en Hekla Notaðir Bílar eru á Kletthálsi 13 en þar er að finna mikið úrval nýlegra og notaðra bíla.
Þjónusta og sala Heklu snýst um þig.

Við leitum að frábærum liðsauka í innkaupateymið okkar
Við leitum að öflugum og lausnamiðuðum innkaupafulltrúa í teymið okkar. Um er að ræða spennandi tækifæri í þátttöku á þróun innkaupadeildar fyrirtækisins.
Innkaupafulltrúi sinnir m.a. daglegum innkaupum á vara- og aukahlutum og á í samskiptum við erlenda og innlenda birgja ásamt þjónustuaðilum.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Innkaup á vara- og aukahlutum í samræmi við þarfir fyrirtækisins
- Samskipti við erlenda og innlenda birgja og þjónustuaðila
- Ábyrgð á verðlagningu og tilboðsgerð
- Stuðningur við flutninga, tollun, afhendingu og vörumóttöku
- Umsjón með birgjamati
- Verðlagning vara
- Greining og skýrslugerð
- Þátttaka í umbótarverkefnum og ferlum
- Uppfærsla á lykilmælikvörðum varahlutadeildar
- Önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
- Menntun sem nýtist í starfi
- Haldbær reynsla af innkaupum, vörustýringu og samningagerð
- Umbóta- og lausnamiðuð hugsun
- Framúrskarandi samskiptarhæfni
- Sjálfstæð vinnubrögð og skipulagshæfni
- Grunnþekking á uppbyggingu bíla
- Góð almenn tölvuþekking, kunnátta á Business Central, AGR og Office 365
- Góð íslensku- og enskukunnátta í rituðu og töluðu máli skilyrði
Auglýsing birt30. júní 2025
Umsóknarfrestur12. júlí 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Laugavegur 174A, 105 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar