Verkalýðsfélag Suðurlands
Verkalýðsfélag Suðurlands
Verkalýðsfélag Suðurlands

VLFS auglýsir eftir kjaramálafulltrúa.

Verkalýðsfélag Suðurlands óskar eftir að ráða einstakling í 100% starf á skrifstofu félagsins á Hellu. Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi starf. Leitað er að jákvæðum og þjónustulunduðum aðila.

Félagssvæði Verkalýðsfélags Suðurlands nær frá Þjórsá í vestri að Lómagnúp í austri og nær til alls verkafólks sem starfar á almennum markaði, hjá sveitarfélögum og hjá ríkinu. Skrifstofa félasgsins er fámennur vinnustaður.

Helstu verkefni og ábyrgð

Öll almenn vinnsla kjaramála. Útreikningar og ýmis verkefni tengd vinnuréttarmálum.

Vinnustaðaeftirlitfulltrúi og tengiliður samskipta við atvinnurekendur.Viðvera mánaðarlega í Vík í Mýrdal. Samskipti við trúnaðarmenn.

Fræðsla og kynningar í skólum. Símsvörun, upplýsingagjöf til félagsmanna varðandi túlkun kjarasamninga og fyrirspurna varðandi reglur mennta – og sjúkrasjóðs.

Afgreiðsla.Önnur tilfallandi verkefni.

Menntunar- og hæfniskröfur

Þekking á kjarasamningum og reynsla af skrifstofustörfum kostur.

Þjónustulund, jákvætt viðmót og lipurð í mannlegum samskiptum.

Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.

Góð almenn tölvukunnátta og góð tungumálakunnátta í íslensku og ensku í ræðu og riti.

Þekking á starfsemi stéttarfélaga og þekking á DK bókhaldskerfi kostur.

Umsækjandi þarf að hafa bíl til umráða.

Fríðindi í starfi

Vinnuskylda 9:00-16:00. 13,04% orlof.

Skrifstofan er opin alla virka daga. 

Hvetjum alla áhugasama til að sækja um.
Umsóknarfrestur er til og með 03.mars 2025.

Frekari upplýsingar veitir skrifstofa félagsins. Sími 487-5000 og [email protected]

Auglýsing birt18. febrúar 2025
Umsóknarfrestur3. mars 2025
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Suðurlandsvegur 1, 850 Hella
Starfstegund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar