

VLFS auglýsir eftir kjaramálafulltrúa.
Verkalýðsfélag Suðurlands óskar eftir að ráða einstakling í 100% starf á skrifstofu félagsins á Hellu. Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi starf. Leitað er að jákvæðum og þjónustulunduðum aðila.
Félagssvæði Verkalýðsfélags Suðurlands nær frá Þjórsá í vestri að Lómagnúp í austri og nær til alls verkafólks sem starfar á almennum markaði, hjá sveitarfélögum og hjá ríkinu. Skrifstofa félasgsins er fámennur vinnustaður.
Öll almenn vinnsla kjaramála. Útreikningar og ýmis verkefni tengd vinnuréttarmálum.
Vinnustaðaeftirlitfulltrúi og tengiliður samskipta við atvinnurekendur.Viðvera mánaðarlega í Vík í Mýrdal. Samskipti við trúnaðarmenn.
Fræðsla og kynningar í skólum. Símsvörun, upplýsingagjöf til félagsmanna varðandi túlkun kjarasamninga og fyrirspurna varðandi reglur mennta – og sjúkrasjóðs.
Afgreiðsla.Önnur tilfallandi verkefni.
Þekking á kjarasamningum og reynsla af skrifstofustörfum kostur.
Þjónustulund, jákvætt viðmót og lipurð í mannlegum samskiptum.
Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
Góð almenn tölvukunnátta og góð tungumálakunnátta í íslensku og ensku í ræðu og riti.
Þekking á starfsemi stéttarfélaga og þekking á DK bókhaldskerfi kostur.
Umsækjandi þarf að hafa bíl til umráða.
Vinnuskylda 9:00-16:00. 13,04% orlof.
Skrifstofan er opin alla virka daga.
Hvetjum alla áhugasama til að sækja um.
Umsóknarfrestur er til og með 03.mars 2025.
Frekari upplýsingar veitir skrifstofa félagsins. Sími 487-5000 og [email protected]













