Vesturbæjarskóli - Stuðningsfulltrúi
Laus er til umsóknar staða stuðningsfulltrúa í 60-75% starf í Vesturbæjarskóla frá 11. september 2024.
Sækja þarf um stöðuna í gegnum þennan link https://reykjavik.is/job/30587
Vesturbæjarskóli er í Vesturbæ Reykjavíkur. Í skólanum eru um 280 nemendur í 1.-7. bekk og 50 starfsmenn. Lögð er áhersla á fjölbreytta kennsluhætti sem kennarar hafa sameinast um, verk- og listgreinakennslu, valtíma og útikennslu og markvisst er unnið að skólaþróun. Kennarar vinna í teymum og deila ábyrgð á námi og velferð nemenda. Skólabragurinn einkennist af jákvæðum anda, samstarfi og virðingu.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Að vera kennurum til aðstoðar við að sinna einum eða fleiri nemendum sem þurfa sérstaka aðstoð.
- Að aðstoða nemendur eftir þörfum hvers og eins við athafnir daglegs lífs.
- Að auka færni og sjálfstæði nemenda félagslega, í námi og í athöfnum daglegs lífs.
- Að stuðla að velferð nemenda í samstarfi við foreldra og annað fagfólk.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Lipurð í samskiptum og sveigjanleiki í starfi.
- Reynsla og áhugi á að starfa með börnum.
- Skipulögð vinnubrögð og sjálfstæði.
- Góð íslenskukunnátta nauðsynleg.
- Hreint sakavottorð í samræmi við lög sem og reglur Reykjavíkurborgar.
Fríðindi í starfi
- Sundkort
- Samgöngustyrkur ef það á við
- Menningarkort
- Íþróttastyrkur
Auglýsing birt12. september 2024
Umsóknarfrestur25. september 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaMeðalhæfni
Staðsetning
Sólvallagata 67, 101 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
JákvæðniSjálfstæð vinnubrögð
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)
Störf í Félagsmiðstöð fyrir unglinga 10-16 ára
Kringlumýri frístundamiðstöð
Starfsfólk við leikskólann Lyngholt
Fjarðabyggð
Skóla- og frístundaliðar í frístundaheimilið Lækjarsel - Lækjarskóli
Hafnarfjarðarbær
Kennari eða leiðbeinandi í sérkennslu
Leikskólinn Borg
Stuðningsfulltrúi í Kársnesskóla
Kársnesskóli
Frístundaráðgjafi/leiðbeinandi í Félagsmiðstöðina Hofið
Kringlumýri frístundamiðstöð
Sérkennsla/Atferlisþjálfun
Leikskólinn Sunnuás
Frístundaráðgjafar/leiðbeinendur
Kringlumýri frístundamiðstöð
Leikskólakennari - leikskólaliði í Ösp
Leikskólinn Ösp
Sérkennsla í Rofaborg
Leikskólinn Rofaborg
Stuðningsfulltrúi í félagsmiðstöð -Askja
Kringlumýri frístundamiðstöð
Skemmtileg hlutastörf í frístundaheimilum í Árbæ
Frístundamiðstöðin Brúin (Ársel/Gufunesbær)