Intellecta
Um Intellecta:
Intellecta var stofnað árið 2000 og starfar á tveimur sviðum: ráðgjöf og ráðningum. Við vinnum með stjórnum og æðstu stjórnendum við að bæta rekstur og auka verðmæti fyrirtækja og stofnana. Ráðgjafar okkar hafa sterkan faglegan bakgrunn og víðtæka alþjóðlega reynslu.
👉 Ráðningarsvið Intellecta vinnur með stjórnum og æðstu stjórnendum að ráðningum sérfræðinga og stjórnenda. Jafnframt sinna ráðgjafar okkar ráðgjöf til stjórnenda, atvinnuleitenda og starfslokaráðgjöf.
👉 Ráðgjafarsvið Intellecta sinnir verkefnum s.s. á sviði upplýsingatækni, stefnumótunar og stjórnunar auk þess sem kjarakönnun Intellecta hefur veitt stjórnum og stjórnendum góða innsýn inn í þróun launa á markaði.
Á næstunni flytjum við í nýtt og glæsilegt húsnæði að Höfðabakka 9, þar sem boðið verður upp á fyrsta flokks vinnuaðstöðu. Nánari upplýsingar um fyrirtækið má finna á www.intellecta.is.
Verslunarstjóri í hönnunarverslun
Hönnunarverslun á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir að ráða til sín kröftugan og þjónustulundaðan verslunarstjóra.
Helstu verkefni og ábyrgð:
- Daglegur rekstur verslunar
- Sala og framúrskarandi þjónusta við viðskiptavini
- Umsjón með netpöntunum
- Gerð vaktaplana
- Útstillingar og önnur almenn verslunarstörf
- Önnur tilfallandi verkefni
Hæfniskröfur:
- Umsækjendur þurfa að vera 25 ára eða eldri
- Reynsla af verslunarstjórnun er mikilvæg eða sambærileg reynsla
- Framúrskarandi þjónustulund, jákvætt viðmót og hæfni í mannlegum samskiptum
- Frumkvæði og sjálfstæði í starfi
- Áhugi á tísku og útstillingum er mikill kostur
- Góð íslensku- og enskukunnátta
- Almenn tölvukunnátta og þekking á samfélagsmiðlum
Umsóknarfrestur er til og með 8. desember 2024. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf henni að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf. Umsóknir verða kynntar um leið og þær berast. Farið verður með allar fyrirspurnir og umsóknir sem trúnaðarmál og þeim svarað að ráðningu lokinni.
Nánari upplýsingar veitir Lea Kristín Guðmundsdóttir (leakristin@intellecta.is) í síma 511 1225.
Auglýsing birt29. nóvember 2024
Umsóknarfrestur8. desember 2024
Tungumálahæfni
Enska
Mjög góðNauðsyn
Íslenska
Mjög góðNauðsyn
Staðsetning
Höfðabakki 9, 110 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
JákvæðniSkipulagStundvísiÞjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)
Höfuðborgarsvæðið - tímavinna
Vínbúðin
Þjónusta í apóteki - Bíldshöfði
Apótekarinn
Starfsmaður Hobby & Sport
Hobby & Sport ehf
Sölufulltrúar óskast í Icewear
ICEWEAR
Verslunarstjóri í ELKO Lindum
ELKO
Rammagerðin/Reykjavík -verslunarstjóri
Rammagerðin
Fullt starf á lager - Framtíðarstarf
Zara Smáralind
Fullt starf í verslun - Framtíðarstarf
Zara Smáralind
Lyfja Árbæ - Sala og þjónusta, framtíðarstarf
Lyfja
Starfsmaður í verslun og lager á Akureyri
Ferro Zink hf
Starfsmaður í verslun óskast
AB Varahlutir
Starfsfólk í verslun - Kauptún
ILVA ehf