
Verslunarstjóri hjá Drangey
Á næstunni opnar Drangey einstaka verslun á neðri hluta Laugavegar, þar sem boðið verður upp á töskur og fylgihluti fyrir ferðamenn og landsmenn ásamt ýmsum öðrum leðurvörum. Við leitum að verslunarstjóra sem vill vera með í að móta hlýlegan stað þar sem verður notalegt að vera og taka á móti fólki.
Þú þarft að að vera glaðvær, framtakssöm og úrræðagóð, og hafa gaman af því að spjalla við fólk, og þá ekki síst ferðamenn. Góð enskukunnátta skilyrði en reynsla af verslunarstörfum ekki nauðsynleg, en kostur. Um er að ræða fullt starf verslunarstjóra í lítilli verslun, með ábyrgð á mannahaldi, innkaupum, markaðsmálum og raunar öllu því sem að rekstrinum snýr. Vinnutími að mestu í dagvinnu og má sníða að þörfum umsækjanda.
Umsóknir sendist í síðasta lagi föstudaginn 19. sept. Ráðning strax eða í síðasta lagi 1. okt.

