66°North
66°North
Sjóklæðagerðin hf. er eitt elsta framleiðslufyrirtæki Íslands. Árið 1926 hóf fyrirtækið framleiðslu á sérstökum hlífðarfatnaði fyrir sjómenn og fiskverkunarfólk á norðurslóðum en seinna bættist við vörulínu fyrirtækisins vinnufatnaður fyrir fólk í landi. Rætur fyrirtækisins liggja því í framleiðslu sjó- og vinnufatnaðar og er fyrirtækið afar stolt af þeirri arfleifð sinni. Í dag er hönnun og framleiðsla útivistarfatnaðar kjarninn í starfsemi fyrirtækisins sem framleiddur er undir vörumerkinu 66°NORÐUR en fyrirtækið leggur mikið upp úr gæðum vörunnar þar sem eingöngu eru notuð bestu fáanlegu efnin í framleiðsluna. Í dag starfa um 400 manns hjá Sjóklæðagerðinni og starfar fyrirtækið í fjórum löndum, á Íslandi, í Danmörku, Bretlandi og Lettlandi. Á Íslandi rekur Sjóklæðagerðin tíu verslanir undir vörumerkinu 66°NORÐUR og í Kaupmannahöfn eru tvær verslanir þar sem sú fyrsta opnaði í lok árs 2014. Árið 2019 var opnuð skrifstofa í Lundúnum. Í lok árs 2022 mun Sjóklæðagerðin opna nýja 66°NORÐUR verslun í Lundúnum.
66°North

Verslunarstjóri 66°Norður Kringlunni

66°NORÐUR leitar að drífandi einstaklingi til að taka við stöðu verslunarstjóra í verslun fyrirtækisins í Kringlunni.

Helstu verkefni og ábyrgð
Dagleg stjórnun og rekstur verslunarinnar.
Samskipti og þjónusta við viðskiptavini.
Ábyrgð á sölu-, birgða og þjónustumarkmiðum.
Mönnun vakta og ráðningar.
Menntunar- og hæfniskröfur
Leiðtogahæfileikar, skipulagshæfni og frumkvæði.
Rík þjónustulund og jákvætt viðmót.
Reynsla af verslunarstjórnun, sölumennsku og rekstri er kostur.
Menntun sem nýtist í starfi er kostur.
Góð almenn tölvukunnátta.
Mjög góð íslensku- og enskukunnátta.
Kunnátta í öðrum tungumálum er kostur.
Framúrskarandi samskiptahæfileikar.
Brennandi áhugi á útivist og hreyfingu.
Auglýsing stofnuð15. nóvember 2022
Umsóknarfrestur10. desember 2022
Starfstegund
Staðsetning
Hagasmári 1, 201 Kópavogur
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.LeiðtogahæfniPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.SölumennskaPathCreated with Sketch.Þjónustulund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Má bjóða þér smákökur? Alfreð notar vafrakökur til að greina umferð um vefinn og bæta upplifun þína. Sjá meira.