

Verslunarstarf
Gamla Bókabúðin óskar eftir starfskröftum í verslanir sínar í Reyjavík og á gistiheimilið á Flateyri.
Við erum að leita að sjálfstæðu, glaðlindu og kraftmiklu sölufólki sem hefur ástríðu fyrir íslenskum bókmenntum og gömlum gæðavörum. Áræðanleiki, færni í mannlegum samskiptum og framúrskarandi þjónustulund eru lykilatriði í verslunum okkar í Reykjavík.
Þá leitum við einnig að sumarstarfsmanni fyrir gistiheimilið okkar á Flateyri, þar sem helstu verkefni felast í þrifum og umsjón með garði og umhverfi, ásamt því að aðstoða í versluninni. - (ATH. við getum ekki útvegað húsnæði á Flateyri.)
Gamla Bókabúðin er elsta upprunalega verslun Íslands, fjölskyduverslun frá árinu 1914 og verður með þrjár verslanir, frá og með sumarbyrjun 2025, eina á Flateyri og tvær í Reykjavík. Verslunin sérhæfir sig í íslenskum bókmenntum á erlendum tungumálum í bland við gæðavörur frá Íslandi og erlendum fyrirtækjum sem hafa starfað í lengur en 100 ár.
Góð laun og skemmtilegt strafsumhverfi í boði fyrir rétta fólkið.
Umsjón með verslun, afgreiðsla og þjónusta viðskiptavini.
Góð þjónustulund og afburðar samskiptarhæfni á íslensku og ensku.













