Byko
Byko
Byko

Verkstjóri - Vöruhús BYKO Miðhrauni

Við hjá BYKO erum að leita að öflugum einstaklingi til að sinna starfi verkstjóra í nýja vörhúsi okkar að Miðhrauni.

Nýtt vöruhús BYKO mun vera byggt upp með nýjustu tækni í vöruhúsarekstri sem kallast Autostore. Hér er því einstakt tækifæri til að taka þátt í uppbyggingu á framsæknum vöruhúsaresktri sem fullnýtir möguleika tækninnar í átt að aukinni skilvirkni.

Ef þú ert framsækinn og faglegur einstaklingur með gleðina í fyrirrúmi þá erum við að leita af þér.

Við leitum að einstaklingi með:

  • Reynslu af stýringu hóps
  • Ríka þjónustulund
  • Skipulagshæfni
  • Hæfni í mannlegum samskiptum
  • lyftarapróf, kostur
  • Íslenskukunnátta, skilyrði

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Dagleg stýring á starfsfólki svæðis og úthlutun verkefna
  • Tryggir að þjónustuviðmót og klæðnaður starfsfólks í sínum deildum sé í samræmi við stefnu félagsins
  • Ber ábyrgð á mönnun hússins og utunumhald með fjarveru í samstarfi við aðra stjórnendu
  • Viðheldur og mótar verkferla í samstarfi við starfsfólk og rekstrarstjóra
  • Samskipti við söluaðila, viðskiptavini, verslanir o.s.frv.
  • Eftirlit með birgðum og rýrnun á svæði ásamt þátttöku í sítalningum
  • Tekur á móti og vinnur úr kvörtunum viðskiptavina
  • Ábyrgð á tæki, tól, svæði og nærumhverfi sé hreint og snyrtilegt
  • Yfirumsjón með öryggis- og vinnuvernd á svæði í samstarfi við rekstrarstjóra og öryggis- og eftirlitsdeild
  • Annast önnur verkefni og viðfangsefni hverju sinni samkvæmt beiðni/fyrirmælum yfirmanns eða þeim er hann tilnefnir

Við hvetjum einstaklinga af öllum kynjum og á öllum aldri til að sækja um.

BYKO hefur sett sér þá framtíðarsýn að skapa bestu heildarupplifun viðskiptavina í framkvæmdum og fegrun heimilisins. Í þeirri vinnu höfum við gildin okkar að leiðarljósi; fagmennska, framsækni og gleði.

Umsóknarfrestur er til og með 20. október en unnið verður úr umsóknum jafnóðum.

Allar nánari upplýsingar veitir Steinn Guðni Einarsson, (steinn@byko.is) rekstrarstjóri.

Auglýsing birt11. október 2024
Umsóknarfrestur20. október 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaMjög góð
EnskaEnskaMjög góð
Staðsetning
Miðhraun 24, 210 Garðabæ
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar