Römpum upp Ísland
Römpum upp Ísland
Römpum upp Ísland vinnur að því að auka aðgengi hreyfihamlaðra að þjónustu, verslun og veitingahúsum á Íslandi. Stofnunin sér um framkvæmd og/eða styrkir aðila til að koma upp römpum eða annars konar lausnum við innganga sína og tryggja þannig að fólk með hreyfihömlun hafi aðgengi að þeirri þjónustu sem þar stendur til boða, auk tengdra verkefna sem snúa að aðgengismálum.

Verkstjóri v/hellulagnir

Römpum upp Ísland leitar að ábyrgum aðila í störf við gerð rampa og upphækkana fyrir framan innganga í verslanir, veitingastaði eða aðra þjónustu.

RUÍ hefur fjárfest í vinnuflokkabílum, krókheysisibíl og öðrum tækjum, tólum og fatnaði sem öll eru nýtt til að gera starfið sem léttast og hreinlegast.

Starfið er að mestu unnið á stórhöfuðborgarsvæðinu en teygir sig einnig um allt land.

Helstu verkefni og ábyrgð
Verkstjórn og vinna við uppbyggingu rampa
steinsögun
upphækkun gangstétta
akstur með hellur, sand og fleira
Menntunar- og hæfniskröfur
Reynsla af verkstjórn við hellulögn
Hæfni í mannlegum samskiptum
Ökuréttindi sem gilda fyrir léttan vörubíl eru æskilegt sem og menntun við fagið
Reiknað er með að viðkomandi vinni verkin með einum eða fleirum en hann gæti í einstaka tilfellum þurft að vinna einn.
Auglýsing stofnuð18. september 2023
Umsóknarfrestur30. september 2023
Starfstegund
Staðsetning
Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík
Hæfni
PathCreated with Sketch.Almenn ökuréttindiPathCreated with Sketch.HandlagniPathCreated with Sketch.Ökuréttindi
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Má bjóða þér smákökur? Alfreð notar vafrakökur til að greina umferð um vefinn og bæta upplifun þína. Sjá meira.