
Húsasmiðjan
Húsasmiðjan er meðal stærstu verslunarfyrirtækja landsins og hluti af Bygma Gruppen A/S. Bygma rekur fjölmargar byggingavöruverslanir í Danmörku, Svíþjóð, Færeyjum og á Grænlandi. Ásamt því rekur fyrirtækið nokkur heildsölufyrirtæki á byggingavörumarkaði í Danmörku.
Húsasmiðjuverslanir eru 16 talsins og eru Blómavalsútibú í sjö þeirra. Jafnframt er rafiðnaðarverslunin Ískraft með fjögur útibú.
Hjá Húsasmiðjunni starfa um 500 starfsmenn vítt og breytt um landið sem hafa margskonar bakgrunn eins og pípari, blómaskreytir, bókari, smiður, viðskiptafræði, grafískur hönnuður, múrari og fleira og fleira.
Húsasmiðjan býður upp á lifandi starfsumhverfi og frábæran starfsanda. Við leggjum mikla áherslu á símenntun og fræðslu og að starfsmenn fái tækifæri til þess að eflast og þróast í starfi.

Verkstjóri timbursölu Fagmannaverslunar
Við leitum að harðduglegum og ábyrgum verkstjóra í timbursölu Fagmannaverslunar í Kjalarvogi. Starfið felur meðal annars í sér daglega stýringu á starfssemi timburdeildar, mannaforráð og eftirfylgni með verkferlum, s.s. er varða móttöku, tínslu og afgreiðslu vara, reglum um tækjanotkun og vörumeðhöndlun.
Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi starf í lifandi umhverfi þar sem öll vinnuaðstaða er til fyrirmyndar í nýlegu húsnæði, vinnutæki eru ný og vinnuumhverfið snyrtilegt. Við leggjum ríka áhersla á jákvætt hugarfar og að vinna saman að því alla daga að veita framúrskarandi þjónustu til okkar viðskiptavina.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Reynsla af sambærilegu starfi æskileg
- Reynsla af stjórnun og mannaforráðum
- Hæfni í mannlegum samskiptum og rík þjónustulund
- Sjálfstæð og vönduð vinnubrögð
- Góð tölvukunnátta
- Gott vald á ensku og íslensku
- Sterk öryggisvitund
- Lyftarapróf, J réttindi eru kostur
Fríðindi í starfi
- Styrkir til heilsueflingar
- Aðgangur að orlofshúsum
- Hleðslustöðvar við starfsstöð
- Afsláttarkjör til starfsmanna í verslunum Húsasmiðjunnar, Ískrafts og Blómaval.
Auglýsing birt12. janúar 2026
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálahæfni
ÍslenskaNauðsyn
EnskaNauðsyn
Staðsetning
Kjalarvogur 12, 104 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
FrumkvæðiLagerstörfLeiðtogahæfniMetnaðurSamviskusemiSölumennskaVaktaskipulagVöruflutningarÞjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (3)
Sambærileg störf (12)

Bílstjórar - FULLT STARF
Póstdreifing ehf.

Verkstjóri garðyrkju - Þjónustumiðstöð
Hafnarfjarðarbær

Ískraft leitar að öflugum bílstjóra
Ískraft

Bílstjóri á dagrútu DHL í Garðabæ
DHL Express Iceland ehf

Sumarstarf í vöruhúsi - vertu með okkur í sumar!
Garri

Bifvélavirki / Mechanic
Lotus Car Rental ehf.

Meiraprófsbílstjóri á höfuðborgarsvæðinu
Pósturinn

Lagerstarfsmenn/Warehouse Employee
Útilíf

Verkstæðisformaður/ Lagerstjóri
Atlas Verktakar ehf

Vélstjóri á flutningaskip
Eimskip

Starf í vöruhúsi Set á Selfossi
Set ehf. |

Sumarstörf 2026 - Skipaafgreiðsla og hleðsluskáli við Mjóeyrarhöfn á Reyðarfirði
Eimskip