

Verkstjóri óskast til Ál og Gler
Ál og Gler ehf. óskar eftir reynslumiklum verkstjóra til að sjá um daglega stjórn á uppsetningarteymi fyrirtækisins. Verkstjórinn mun bera ábyrgð á verkstýringu uppsetningarmanna, samskiptum við viðskiptavini, lausn vandamála á vettvangi og samskiptum við stærri verktaka.
Helstu verkefni:
-
Skipulagning og verkstýring uppsetningarteymis
-
Samskipti við viðskiptavini og stærri verktaka
-
Vandamálalausnir og eftirfylgni verkefna
-
Tryggja gæði og öryggi í öllum framkvæmdum
Hæfniskröfur:
-
Iðnmenntun (iðnaðarpróf)
-
Góð íslenskukunnátta í töluðu og rituðu máli
-
Reynsla af verkstjórn eða sambærilegu starfi
-
Færni í mannlegum samskiptum og lausnamiðuð nálgun
Við leitum sérstaklega að reynslumiklum einstaklingi sem getur tekist á við krefjandi verkefni af festu og yfirvegun.
Við hlökkum til að heyra frá þér.












