Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær

Verkstjóri garðyrkju - Þjónustumiðstöð

Hafnarfjarðarbær óskar eftir að ráða verkstjóra í þjónustumiðstöð. Þjónustumiðstöð heyrir undir umhverfis- og skipulagssvið og er staðsett að Norðurhellu 2. Um er að ræða 100% stöðugildi.

Í þjónustumiðstöð Hafnarfjarðar eru 20 stöðugildi og starfa starfsmenn við mjög fjölbreytt viðhaldsverkefni á svæðum bæjarins sem og við stofnanir.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Verkstýrir tækjamönnum, öðru starfsfólki og verktökum sem við á, t.d. sumarstarfsmönnum. Ber ábyrgð á þeim verkefnum sem honum er falið hverju sinni
  • Viðhald, eftirlit, hönnun og umsjón með gróðri á opnum svæðum. Val á plöntum og ráðgjöf um gróður, jarðveg og umhirðu
  • Viðhald, eftirlit og umhirða á gróðri á opnum svæðum
  • Viðhald, viðgerðir og eftirlit á útibekkjum, borðum og bekkjum, flaggstöngum, fánaborgum, trjágrindum og uppbindingum o.fl.
  • Ýmis vinna vegna jólaskreytinga, hátíðarhalda, kosninga og ýmissa viðburða á vegum bæjarins
  • Önnur verkefni samkvæmt starfslýsingu

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Sveinspróf í skrúðgarðyrkju/garðyrkju
  • Reynsla af sambærilegum störfum svo sem garðyrkju- og umhverfisstörfum
  • Reynsla af stjórnunarstörfum kostur
  • Reynsla af akstri stærri ökutækja og vinnuvéla
  • Líkamlega fær um að sinna þeim verkefnum sem starfið felur í sér og hæfni til að aðlagast breyttum aðstæðum
  • Góð íslensku- og enskukunnátta í orði og riti
  • Aukin ökuréttindi á vörubifreið yfir 3.500 kg kostur.
  • Vinnuvélaréttindi á stærri tæki

Hafsteinn Viktorsson, forstöðumaður þjónustumiðstöðvar, í síma 585-5670 eða í gegnum tölvupóst: [email protected]

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag.

Umsóknarfrestur er til og með 28.01.2026.

Vakin er athygli á stefnu Hafnarfjarðarbæjar að jafna hlutfall kynjanna í störfum hjá bænum og að vinnustaðir bæjarins endurspegli fjölbreytileika samfélagsins.

Auglýsing birt12. janúar 2026
Umsóknarfrestur28. janúar 2026
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
EnskaEnska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Norðurhella 2, 221 Hafnarfjörður
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar