

Verkstjóri garðyrkju - Þjónustumiðstöð
Hafnarfjarðarbær óskar eftir að ráða verkstjóra í þjónustumiðstöð. Þjónustumiðstöð heyrir undir umhverfis- og skipulagssvið og er staðsett að Norðurhellu 2. Um er að ræða 100% stöðugildi.
Í þjónustumiðstöð Hafnarfjarðar eru 20 stöðugildi og starfa starfsmenn við mjög fjölbreytt viðhaldsverkefni á svæðum bæjarins sem og við stofnanir.
Helstu verkefni og ábyrgð:
- Verkstýrir tækjamönnum, öðru starfsfólki og verktökum sem við á, t.d. sumarstarfsmönnum. Ber ábyrgð á þeim verkefnum sem honum er falið hverju sinni
- Viðhald, eftirlit, hönnun og umsjón með gróðri á opnum svæðum. Val á plöntum og ráðgjöf um gróður, jarðveg og umhirðu
- Viðhald, eftirlit og umhirða á gróðri á opnum svæðum
- Viðhald, viðgerðir og eftirlit á útibekkjum, borðum og bekkjum, flaggstöngum, fánaborgum, trjágrindum og uppbindingum o.fl.
- Ýmis vinna vegna jólaskreytinga, hátíðarhalda, kosninga og ýmissa viðburða á vegum bæjarins
- Önnur verkefni samkvæmt starfslýsingu
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Sveinspróf í skrúðgarðyrkju/garðyrkju
- Reynsla af sambærilegum störfum svo sem garðyrkju- og umhverfisstörfum
- Reynsla af stjórnunarstörfum kostur
- Reynsla af akstri stærri ökutækja og vinnuvéla
- Líkamlega fær um að sinna þeim verkefnum sem starfið felur í sér og hæfni til að aðlagast breyttum aðstæðum
- Góð íslensku- og enskukunnátta í orði og riti
- Aukin ökuréttindi á vörubifreið yfir 3.500 kg kostur.
- Vinnuvélaréttindi á stærri tæki
Hafsteinn Viktorsson, forstöðumaður þjónustumiðstöðvar, í síma 585-5670 eða í gegnum tölvupóst: [email protected]
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag.
Umsóknarfrestur er til og með 28.01.2026.
Vakin er athygli á stefnu Hafnarfjarðarbæjar að jafna hlutfall kynjanna í störfum hjá bænum og að vinnustaðir bæjarins endurspegli fjölbreytileika samfélagsins.
Íslenska
Enska















