

Verkstjóri á hönnunar- og framkvæmdadeild Landspítala
Hönnunar- og framkvæmdadeild Landspítala leitar að öflugum verkstjóra til að taka þátt í breytingum, uppbyggingu, viðhaldi og þróun á fasteignum spítalans.
Hönnunar- og framkvæmdadeild er nýleg deild á rekstrar- og mannauðssviði Landspítala sem sinnir stærri viðhaldsverkefnum, skipulagningu og breytingum á húsnæði og aðstöðu. Á einingunni starfa reynslumiklir verkefnastjórar og verkstjórar. Einingin vinnur að heildstæðri verkefnastjórnun framkvæmdaverka á spítalanum frá frumhönnun til afhendingar. Unnið er í góðu samráði við notendur í klínískri starfsemi og aðra hagsmunaaðila. Deildin sér einnig um eignaumsýslu auk stjórnun framkvæmda á fasteignum spítalans. Starfsemi Landspítala fer fram í húsnæði sem er um 160.000 m², víðs vegar á höfuðborgarsvæðinu.
Leitað er eftir einstaklingi með meistara-, byggingarstjóraréttindi eða sambærilegu sem nýtist í starfi, farsæla reynslu af verkstjórnun á sviði fasteigna og brennandi áhuga á að vinna með stjórnendum, starfsfólki og aðilum innan og utan spítalans að framkvæmdum á spítalanum. Starfshlutfall er 100% og er upphafsdagur starfs samkomulag.





























































