

Verkstjóri á hönnunar- og framkvæmdadeild
Hönnunar- og framkvæmdadeild Landspítala leitar að öflugum verkstjóra í okkar frábæra teymi, sem stendur fyrir breytingum, meiriháttar viðhaldi og þróun á fasteignum spítalans.
Deildin er á rekstrar- og mannauðssviði spítalans og verkstjórar eru hluti af fjölbreyttum verkefnum frá frumhönnun til afhendingar. Verkefnin eru af ýmsum toga, bæði innan og utanhúss og snúa bæði að byggingum og tækjum spítalans. Unnið er með notendum í klínískri starfsemi og öðrum hagsmunaaðilum. Deildin sér einnig um eignaumsýslu á fasteignum spítalans sem er með starfsemi í um 160.000 fermetrum, víðs vegar á höfuðborgarsvæðinu.
Deildin skorar hátt í starfsánægjukönnunum og þar starfa reynslumiklir verkstjórar og verkefnastjórar. Við leitum eftir einstaklingi með meistara-, byggingarstjóraréttindi eða sambærilegu sem nýtist í starfi, farsæla reynslu af verkstjórnun á sviði fasteigna og brennandi áhuga á að vinna með stjórnendum, starfsfólki og aðilum innan og utan spítalans að framkvæmdum á spítalanum. Starfshlutfall er 100%, sem er 36 stunda vinnuvika, með styttingu vinnuvikunnar.





























































