

Verkstjóri á bílaverkstæði - Keflavíkurflugvelli
Bílaleiga Akureyrar óskar eftir að ráða bifvélavirkja eða starfsmann með reynslu af bílaviðgerðum á starfsstöð sína á Keflavíkurflugvelli.
Starfið felst í verkstjórn og viðgerðum og viðhaldi á bílaflota fyrirtækisins sem er bæði stór og fjölbreyttur.
Áætlaður vinnutími er 8-17 alla virka daga.
- Dagleg verkstjórn
- Viðhald og viðgerðir á bílum
- Bilanagreining
- Smurþjónusta
- Dekkjaskipti
- Sveinspróf í bifvélavirkjun eða reynsla af viðgerðum
- Reynsla af verkstjórn æskileg
- Góð samskiptahæfni og þjónustulund
- Bílpróf
- Frumkvæði og sjálfstæði í starfi
- Grunnfærni í tölvunotkun
- Snyrtimennska og stundvísi
Höldur ehf. var stofnað árið 1974 og rekur Bílaleigu Akureyrar, stærstu bílaleigu landsins með um 8.000 bíla flota. Bílafloti leigunnar er bæði stór og fjölbreyttur og hefur fyrirtækið verið leiðandi í kaupum á umhverfisvænum bílum.
Höldur kappkostar að vera framúrskarandi vinnustaður þar sem umhyggja er borin fyrir sérhverjum starfsmanni. Með áherslu á gleði, jafnrétti, gott starfsumhverfi, starfsþróun og góða fyrirtækjamenningu er skapaður eftirsóknarverður vinnustaður.












