Endurvinnslan
Endurvinnslan
Endurvinnslan

Verkstjóri

Endurvinnslan hf. sem er eitt af leiðandi fyrirtækjum landsins í umhverfismálum leitar nú að öflugum verkstjóra á móttökustöð okkar í Knarrarvogi 4. Starfsstöðin er sú stærsta á landinu og þjónustar bæði einstaklinga og fyrirtæki.

Verkefnin eru fjölbreytt og því leitum við að drífandi og kraftmiklum einstakling sem er lausnamiðaður og umbótasinnaður.

Viðkomandi þarf að búa yfir haldbærri stjórnunarreynslu og framúrskarandi samskiptahæfileikum. Einnig þarf viðkomandi að vera mjög skipulagður og hafa góða þekkingu á vélum og viðhaldi.

Við hvetjum einstaklinga af öllum kynjum til að sækja um.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Halla Vilborg Jónsdóttir mannauðsstjóri, halla@evhf.is

Helstu verkefni og ábyrgð
 • Almenn verkstjórn á starfsstöð og skipulagning verkefna.
 • Utanumhald starfsmanna.
 • Ráðningar, vaktaskipulag og tímaskráningar.
 • Samskipti við viðskiptavini og umboðsmenn.
 • Ábyrgð á þjónustustigi stöðvarinnar og upplifun viðskiptavina.  
 • Ábyrgð á umgengni og öryggismálum stöðvarinnar.
 • Ábyrgð á véla- og tækjabúnaði stöðvarinnar.
Menntunar- og hæfniskröfur
 • Verkstjóramenntun eða önnur menntun/starfsreynsla sem nýtist í starfi.
 • Reynsla af stjórnun er skilyrði.
 • Afbragðs samskiptahæfni og þjónustulund.
 • Leiðtogahæfni.
 • Skipulögð og öguð vinnubrögð.
 • Frumkvæði og umbótahugsun.
 • Bílpróf og lyftarapróf.
 • Íslensku- og enskukunnátta.
 • Hreint sakavottorð. 
Auglýsing stofnuð15. maí 2024
Umsóknarfrestur28. maí 2024
Tungumálakunnátta
EnskaEnskaMjög góð
ÍslenskaÍslenskaMjög góð
Staðsetning
Knarrarvogur 4, 104 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar