
Atlas Verktakar ehf
Atlas Verktakar er alhliða byggingarverktaki sem var stofnað árið 2019. Fyrirtækið býr yfir víðtækri reynslu í byggingu og viðhaldi á fasteignum frá grunni, til lokafrágangs. Má þá nefna sem dæmi þakfrágang með þakpappa, utanhúsklæðningar, uppsetningu og frágang á stálgrindarhúsum, yleiningum sem og hvers konar einingarhúsavinnu. Einnig sér fyrirtækið um gluggaskipti, parketlagnir, klæðningar, pallasmíði, milliveggi o.m.fl.
Atlas Verktakar vinna í nánu samstarfi við undirverktaka og birgja og tekur fyrirtækið einnig að sér verkefnastýringu frá frumhönnun og aðstoðar verkkaupa í gegnum allt ferlið að framkvæmd og einnig í framkvæmdum. Hjá fyrirtækinu starfa byggingarstjórar og iðnmeistarar sem vinna eftir samþykktu gæðakerfi.

Verkstæðisformaður/ Lagerstjóri
Við hjá Atlas verktökum leitum að skipulögðum og áreiðanlegum einstakling í starf verkstæðisformanns/ Lagerstjóra.
Verkstæðisformaður ber ábyrgð á daglegum rekstri lagers, verkstæðis og tækjabúnaðar fyrirtækisins. Starfið felur í sér að tryggja að öll tæki, verkfæri og ökutæki séu í góðu ástandi, skráð og tiltæk þegar þörf krefur.
Helstu verkefni og ábyrgð
· Yfirumsjón með verkstæði, lager, bílaflota og birgðageymslu fyrirtækisins.
· Skrá og viðhalda birgðaskrá yfir tæki, verkfæri, búnað og varahluti.
· Skipuleggja og halda utan um viðgerðir og viðhald á tækjum, vélum og búnaði.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Reynsla af sambærilegu starfi, t.d. sem verkstæðisformaður, lagerstjóri eða tækja-umsjónarmaður
- Kostur að hafa þekkingu á viðhaldi bíla, tækja og verkfæra
- Skipulagshæfni, sjálfstæði og ábyrgðarkennd
- Góð tölvukunnátta og færni í skráningu og birgðakerfum
- Góð íslensku- og enskukunnátta, bæði í rituðu og töluðu máli
- Gild ökuréttindi, helst með réttindum til að aka sendibílum eða tækjabílum
Auglýsing birt16. desember 2025
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálahæfni
ÍslenskaNauðsyn
EnskaNauðsyn
Staðsetning
Smáratorg 3, 201 Kópavogur
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)
Sambærileg störf (12)

Bílstjóri/lagermaður
Hegas ehf.

Lagerstarfsmaður í Bolungarvík
Arna

Starfsmaður á lager Hafnarfirði
Ferro Zink hf

Öflugur og úrræðagóður aðili í fjölbreytt störf hjá Landhelgisgæslunni
Landhelgisgæsla Íslands

Fullt starf í verslun Perform (100%)
PERFORM

Starf í vöruhúsi
GÓRILLA VÖRUHÚS

Þjónustufulltrúi
GÓRILLA VÖRUHÚS

Starfsfólk í Straumsvík
HRT þjónusta ehf.

Hópstjóri vöruhúss hjá Vatni og veitum (Ísleifur og S. Guðjónsson)
Vatn & veitur

Handlaginn starfsmaður á lager
Rými

Fullt starf inn á lager- Framtíðarstarf
Zara Smáralind

Þjónustufulltrúi í verkstæðismóttöku
Klettur - sala og þjónusta ehf