Háskóli Íslands
Háskóli Íslands
Háskóli Íslands

Verkefnisstjóri hönnunar og undirbúnings framkvæmda

Laust er til umsóknar fullt starf verkefnastjóra hönnunar og undirbúnings framkvæmda við framkvæmda- og tæknisvið Háskóla Íslands.

Á skrifstofu sviðsins starfa auk sviðsstjóra verkefnisstjórar ýmissa verkefna sem viðkoma rekstri og viðhaldi fasteigna. Sviðið skiptist í þrjár deildir þ.e., bygginga- og tæknideild, rekstur fasteigna og umsjón fasteigna.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Undirbúningur, skipulagning og framkvæmd viðhalds- og framkvæmdaverkefna
  • Daglegur rekstur verkefna, hönnun rýma og innkaup á húsgögnum
  • Gerð verklýsinga og útboðsgagna, úrvinnsla tilboða og gerð samninga við verktaka 
  • Eftirlit með byggingum og mat á ástandi þeirra
  • Gerð fjárhags- og framkvæmdaáætlunar
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Menntun sem nýtist í starfi, t.d. á sviði arkitektúr, verkfræði, tæknifræði eða byggingafræði 
  • Reynsla af undirbúningi og skipulagi viðhaldsverkefna og endurnýjunar á húsnæði er æskileg
  • Reynsla af gerð útboðsgagna og/eða samningum við verktaka er kostur
  • Reynsla af gerð fjárhags- og framkvæmdaáætlana er kostur
  • Frumkvæði, metnaður og sjálfstæði í vinnubrögðum 
  • Góð samskiptahæfni og þjónustulund
  • Góð kunnátta í íslensku og ensku
Auglýsing birt8. janúar 2026
Umsóknarfrestur19. janúar 2026
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Meðalhæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Sæmundargata 2, 101 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar