
Verkefnisstjóri farsældarráðs á Suðurlandi
Vilt þú eiga þátt í mótun og innleiðingu farsældar barna?
Langi þig að vinna í lifandi umhverfi að mikilvægum og fjölbreyttum verkefnum sem auka lífsgæði í samfélaginu á Suðurlandi, þá er þetta starfið fyrir þig.
Við leitum að jákvæðum og skipulögðum verkefnisstjóra sem á auðvelt með samskipti við ólíka aðila.
Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) auglýsa eftir verkefnisstjóra farsældarráðs. Markmið verkefnisins er að koma á farsældarráði á Suðurlandi í þágu farsældar barna. Verkefnið byggir á samningi milli SASS og mennta- og barnamálaráðuneytisins. Um fullt starf er að ræða og er ráðningin tímabundin til tveggja ára.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Virkt samráð við sveitarfélögin og starfsfólk sem bera ábyrgð á innleiðingu farsældar
- Virkt samráð við svæðisbundna þjónustuveitendur á vegum ríkis og sveitarfélaga
- Ná yfirsýn yfir þjónustu við börn í hverju sveitarfélagi með kortlagningu
- Mótun aðgerða, verkferla, tíma- og verkáætlana með það að markmiði að koma á svæðisbundnu farsældarráði
- Stuðla að því að fyrir lok tímabilsins hafi farsældarráð hafið störf og unnið fyrstu áætlun um svæðisbundna forgangsröðun aðgerða um farsæld barna til fjögurra ára
- Umsjón með verkframvindu, fundum og öðrum störfum farsældarráðs
- Taka þátt í mótun tengslanets farsældarmála milli landshlutasamtaka sveitarfélaga og annað sem fellur að tilgangi verkefnisins
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi
- Framhaldsnám og/eða starfsreynsla í verkefnisstjórnun og teymisvinnu kostur
- Farsæl reynsla og þekking á velferð barna
- Reynsla innan stjórnsýslu sveitarfélaga eða ríkis er kostur
- Frumkvæði, sjálfstæð vinnubrögð og lausnamiðuð hugsun
- Hæfni í mannlegum samskiptum
Auglýsing birt29. janúar 2025
Umsóknarfrestur17. febrúar 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Stafrænn vörustjóri - B2B
Bláa Lónið

Verkefnastjóri í sjálfbærni
HS Orka

Þjónustu- og upplifunarstjóri Krónunnar
Krónan

Sérfræðingur í opinberum innkaupum
FSRE

Verkefnastjóri hjá FSRE
FSRE

Verkefnastjóri Byggingarframkvæmda
E. Sigurðsson

Verkefnastjóri umhverfis og garðyrkju
Seltjarnarnesbær

Skipulags- og umhverfisfulltrúi
Fjarðabyggð

Þjónustu og Verkefnastjóri í MICE
HL Adventure

Sérfræðingur á sviði mannvirkjagerðar
Landhelgisgæsla Íslands

Verkefnastjóri knattspyrnudeildar Stjörnunnar
UMF Stjarnan

Housekeeping manager / Senior Housekeeper
Hótel Dyrhólaey