Vestfjarðastofa
Vestfjarðastofa er sjálfseignastofnun sem vinnur að hagsmunamálum íbúa, sveitarfélaga, stofnana og fyrirtækja á Vestfjörðum og ráðgjöf og þjónustu tengda atvinnu- og byggðaþróun, frumkvöðlastarfsemi og menningu í víðum skilningi.
Verkefnisstjóri á Reykhólum
Vestfjarðastofa, með stuðningi Byggðastofnunar, auglýsir eftir verkefnisstjóra í Reykhólahreppi. Verkefnisstjóri gegnir hlutverki leiðtoga verkefnisins Brothættra byggða í Reykhólahreppi ásamt verkefnisstjórn og starfar hann í umboði hennar að aðgerðum til eflingar byggðar og mannlífs í Reykhólahreppi.
Verkefnið er til fimm ára og er hluti af verkefnum Brothættra byggða og er samstarfsverkefni Byggðastofnunar, Vestfjarðastofu og Reykhólahrepps.
Um er að ræða 100% starf með starfsstöð á Reykhólum.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Fylgja eftir ákvörðunum verkefnisstjórnar
- Hafa frumkvæði að nýjum verkefnum á svæðinu
- Upplýsingamiðlun og skýrslugerð til íbúa og samstarfsaðila
- Íbúafundir og þátttaka í samfélagsverkefnum í sveitarfélaginu
- Aðstoð við gerð styrkumsókna og viðskiptaáætlana
- Önnur verkefni í samstarfi við sveitarfélagið samkvæmt samkomulagi
Menntunar- og hæfniskröfur
- Menntun sem nýtist í verkefninu. Háskólamenntun æskileg
- Haldbær starfsreynsla og reynsla af verkefnastjórn
- Þekking, skilningur og reynsla af byggðamálum mikilvæg
- Þekking á styrkjaumhverfi og skrifum umsókna í innlenda og erlenda sjóði æskileg
- Góð tölvu- og tæknifærni
- Frumkvæði, jákvæðni, samstarfsfærni og sjálfstæð vinnubrögð eru mikilvægir eiginleikar.
Auglýsing birt27. nóvember 2024
Umsóknarfrestur11. desember 2024
Tungumálahæfni
Íslenska
Mjög góðNauðsyn
Enska
MeðalhæfniNauðsyn
Staðsetning
Maríutröð 5A, 380 Reykhólahreppur
Starfstegund
Hæfni
FrumkvæðiJákvæðniMannleg samskiptiÖkuréttindiSveigjanleikiTeymisvinna
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)
Verkefnastjóri sölu- og markaðsmála hjá Mannauðslausnum
Advania
Harpa leitar að fjölhæfum verkefnastjóra á forstjórasvið
Harpa tónlistar- og ráðstefnuhús
Verkefnastjóri aðfanga og útboða - Veitingaþjónusta
Landspítali
Skipulags- og umhverfisfulltrúi
Fjarðabyggð
Verkefnastjóri á gæslusviði
Securitas
Verkefnastjóri
Ebson
Verkefnalóðs
Landsnet hf.
Verkefnastjóri framkvæmda
Landsnet hf.
Verkefnastjóri á hjúkrunardeild
Hrafnista
Verkefnastjórn, Verkfræðingur / Tæknifræðingur
First Water
Verkefnastjóri vottunar og evrópuverkefna innan krabbameinsþjónustu
Landspítali
Verkefnastjóri Sjálfbærniverkefnis Alcoa og Landsvirkjunar
Austurbrú ses.