Ungmennafélagið Stjarnan
Ungmennafélagið Stjarnan

Verkefnastjóri yngri fl. handknattleiksdeildar Stjörnunnar

Við leitum að verkefnastjóra yngri flokka handknattleiksdeildar Stjörnunnar

Verkefnastjóri hefur umsjón með barna – og unglingastarfi handknattleiksdeildar í samráði við rekstrarstjóra deildarinnar, barna – og unglingaráð og framkvæmdastjóra Stjörnunnar. Í yngri flokkum deildarinnar eru um 400 iðkendur og 34 metnaðarfullir þjálfarar.

Leitað er að kraftmiklum einstaklingi sem hefur brennandi áhuga á því að vinna með Stjörnunni og aðstoða við uppbyggingu í yngri flokkum deildarinnar. Um er að ræða 50% starf. Möguleiki er á því að taka að sér þjálfun hjá félaginu samhliða starfinu.

Helstu verkefni og ábyrgð

·         Fagleg forysta um þjónustu við iðkendur í samstarfi við rekstrarstjóra.

·         Stuðningur við þjálfara deildarinnar í að framfylgja stefnu deildarinnar.

·         Yfirumsjón með skipulagi starfsins og daglegur rekstur.

·         Skipulagning og gerð æfingatöflu.

·         Skipulagning móta og leikja í samstarfi við rekstrarstjóra og barna – og unglingaráð.

Menntunar- og hæfniskröfur

·         Brennandi áhugi á uppbyggingu yngri flokka handknattleiksdeildar og innleiðingu stefnu hennar.

·         Jákvætt lífsviðhorf og framúrskarandi leiðtoga- og samskiptahæfileikar.

·         Frumkvæði, drifkraftur og stefnumótandi hugsun.

·         Framtíðarsýn og ósérhlífni.

·         Reynsla af þjálfun er kostur.

Fríðindi í starfi

·         Aðgangur að líkamsræktaraðstöðu

Auglýsing stofnuð7. maí 2024
Umsóknarfrestur16. maí 2024
Tungumálakunnátta
ÍslenskaÍslenskaMjög góð
EnskaEnskaMeðalhæfni
Staðsetning
Skólabraut 8, 210 Garðabær
Ásgarður, 210 Garðabær
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar