CrewApp
CrewApp

Verkefnastjóri / Vörueigandi (e. Product Owner)

Við leitum að faglegum, skilvirkum og drífandi einstaklingi í stöðu verkefnastjóra / vörueiganda til að leiða þróun og uppbyggingu hugbúnaðarlausna okkar. Viðkomandi mun starfa sem tengiliður milli þróunarteymis okkar, viðskiptavina og hagsmunaaðila, og tryggja að verkefni gangi snuðrulaust fyrir sig frá hugmynd að afhendingu.

Hjá CrewApp er mikið lagt upp úr sjálfstæðum vinnubrögðum en í boði er krefjandi staða fyrir árangursdrifinn einstakling sem vill vinna með reyndu teymi að fjölbreyttum verkefnum. Framundan eru spennandi verkefni og því er óskað eftir að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Stýra og forgnagsraða verkefnum, fylgjast með tímalínum, kostnaði og afurðum
  • Samskipti við viðskiptavini
  • Skrifa notendasögur (e. User Stories) og tæknilegar kröfur
  • Verkefna- og stöðufundir
  • Þróun verkferla
  • Gerð kostnaðaráætlana
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Reynsla af verkefnastjórnun eða vörustjórnun, helst í hugbúnaðarþróun
  • Framúrskarandi samskiptahæfileikar
  • Hæfni til að forgangsraða verkefnum og laga sig að breyttum aðstæðum
  • Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á ensku
  • Haldgóð kunnátta á almenn skrifstofuforrit sem og DevOps eða sambærileg kerfi
  • Reynsla af störfum tengdum flugrekstri er kostur
  • MPM eða sambærileg menntun er kostur
  • Forritunarþekking er kostur
Auglýsing birt7. janúar 2025
Umsóknarfrestur15. janúar 2025
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Hlíðasmári 3, 201 Kópavogur
Starfstegund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar