Akureyri
Akureyri
Akureyri

Verkefnastjóri viðhalds gatna og stíga

Umhverfis- og mannvirkjasvið Akureyrarbæjar (UMSA) óskar eftir að ráða verkefnastjóra í viðhald gatna og stíga. Um 100% starfshlutfall er að ræða og er starfið ótímabundið. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf fljótlega.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Umsjón með framkvæmdum endurbóta mannvirkja í gatna-, stígagerð og gatnalýsingu.
  • Gerð viðhaldsáætlana fyrir götur, stíga og gatnalýsingu.
  • Umsjón með útboðsferli hönnunar og framkvæmdaverkefna.
  • Stýring og eftirlit með framkvæmdum.
  • Þátttaka í þróun á stöðluðum/bestu lausnum á sviði framkvæmda
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Gerð er krafa um háskólamenntun (BA, BS, B.Ed).
  • Góð almenn tölvukunnátta er nauðsynleg, góð þekking á teikniforritum s.s. Main Manager- umsýslukerfi UMSA, OneCRM, teikninforrit, Notes og þekking á SAP bókhaldsforritinu.
  • Starfinu fylgja mikil samskipti við deildir bæjarins, hönnuði, verktaka og notendur. Það krefst lipurðar í mannlegum samskiptum, frumkvæðis og skipulagðra og sjálfstæðra vinnubragða.
  • Hæfni til stjórnunar, skipulagningar, nýsköpunar og innleiðingu nýrra hugmynda og vinnubragða.
  • Hæfni í mannlegum samskiptum, góð framkoma, hæfni í samningaumleitunum og góð þjónustulund er nauðsynleg.
  • Trúnaður og þagnarskylda.
  • Gerð er krafa um vammleysi, s.s. að vera með gott orðspor og að framkoma og athafnir á vinnustað og utan hans samrýmist starfinu.
Auglýsing birt9. október 2024
Umsóknarfrestur28. október 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaMjög góð
Staðsetning
Geislagata 9, 600 Akureyri
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.Þjónustulund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar