Intellecta
Intellecta
Intellecta var stofnað árið 2000 og fagnaði því 20 ára afmæli á árinu 2020. Fyrirtækið hefur frá þeim tíma unnið með stjórnum og æðstu stjórnendum við að bæta rekstur og auka verðmæti fyrirtækja og stofnana. Ráðgjafar Intellecta hafa sterkan faglegan bakgrunn og víðtæka alþjóðlega reynslu. Þennan grunn notum við í samvinnu við viðskiptavini til að móta hugmyndir sem skipta máli og þróa og innleiða lausnir sem skila árangri. Nánari upplýsingar um fyrirtækið má finna á www.intellecta.is
Intellecta

Verkefnastjóri – Vélaverkfræðingur

Framsækið og traust fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir að ráða til sín færan einstakling í stöðu verkefnastjóra.

Starfssvið:

  • Fjölbreytt verkefnastjórnun verkefna á sviði vélbúnaðar og samþættingu tæknilausna
  • Þátttaka í verkefnum við samræmingu hönnunar og tæknilegra útfærslna
  • Unnið er skv. vottuðu gæðakerfi og lögð áhersla á fagmennsku og gæði


Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Háskólamenntun á sviði vélaverkfræði eða véltæknifræði
  • Árangursrík reynsla af verkefnastjórnun
  • Reynsla af verkfræðitengdri hönnun eða sambærilegum verkefnum
  • Skipulagshæfni og drifkraftur
  • Lipurð og hæfni í mannlegum samskiptum
  • Góð almenn tölvukunnátta
  • Góð kunnátta í íslensku og ensku

Mjög gott tækifæri í boði fyrir einstakling sem nýtur sín í fjölbreyttum verkefnum þar sem lögð er áhersla á fyrsta flokks fagmennsku og gæði verkefna

Auglýsing stofnuð15. september 2023
Umsóknarfrestur28. september 2023
Starfstegund
Staðsetning
Síðumúli 5, 108 Reykjavík
Hæfni
PathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.SkipulagPathCreated with Sketch.Verkefnastjórnun
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Má bjóða þér smákökur? Alfreð notar vafrakökur til að greina umferð um vefinn og bæta upplifun þína. Sjá meira.