Stapi lífeyrissjóður
Stapi lífeyrissjóður

Verkefnastjóri upplýsingatækni

Stapi leitar að öflugum verkefnastjóra á skrifstofu sjóðsins á Akureyri til að annast upplýsingatæknimál sjóðsins. Verkefnastjóri mun bera ábyrgð á rekstri og þróun upplýsingakerfa sjóðsins og rekstrarsamfellu þeirra. Viðkomandi verður tengiliður við rekstraraðila upplýsingakerfa sjóðsins og framkvæmir áhættumat, prófanir og útbýr viðbúnaðaráætlanir vegna þeirra.

Mörg spennandi en jafnframt krefjandi verkefni eru framundan hjá sjóðnum á sviði upplýsingatæknimála. Nýr starfsmaður hefur því mikla möguleika á að hafa áhrif á þróun starfsins og starfsumhverfisins.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Umsjón með stafrænni þróun í starfsemi sjóðsins
  • Tengiliður við rekstraraðila upplýsingakerfa sjóðsins
  • Áhættumat, prófanir og gerð viðbúnaðaráætlana vegna upplýsingakerfa í rekstri sjóðsins
  • Umsjón með upplýsingaöryggi og frávikaskráningu
  • Notendaaðstoð á skrifstofum sjóðsins
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi
  • Brennandi áhugi á upplýsingatækni
  • Reynsla af verkefnastjórnun er kostur
  • Þekking og reynsla af innleiðingu og rekstri upplýsingatæknikerfa
  • Skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Mjög gott vald á íslensku og ensku og færni til að tjá sig í ræðu og riti
Auglýsing stofnuð22. mars 2024
Umsóknarfrestur15. apríl 2024
Staðsetning
Strandgata 3, 600 Akureyri
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.ÁhættugreiningPathCreated with Sketch.AzurePathCreated with Sketch.Hönnun gagnagrunnaPathCreated with Sketch.HugbúnaðarprófanirPathCreated with Sketch.Innleiðing ferlaPathCreated with Sketch.KerfishönnunPathCreated with Sketch.Microsoft OutlookPathCreated with Sketch.Microsoft PowerPointPathCreated with Sketch.Microsoft WordPathCreated with Sketch.Power BIPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.TölvuöryggiPathCreated with Sketch.VefumsjónPathCreated with Sketch.VerkefnastjórnunPathCreated with Sketch.Verkefnastjórnun í upplýsingatækniPathCreated with Sketch.Windows
Starfsgreinar
Starfsmerkingar