Klettabær
Klettabær
Klettabær

Verkefnastjóri tómstunda- og frístundastarfs

Klettabær leitar að öflugum einstakling með jákvætt viðhorf ásamt framúrskarandi samskipta- og skipulagshæfileikum til að sinna starfi Verkefnastjóra tómstunda- og frístundastarfs Klettabæjar. Um er að ræða fullt starf og er vinnutíminn frá kl 08:00 – 16:00 alla virka daga.

Tómstunda- og frístundastarfið er starfrækt frá kl 13:30 – 17:00 alla virka daga. Frístundastarfið er ætlað nemendum í náms- og starfssetri Klettabæjar sem og öðrum þjónustunotendum Klettabæjar. Verkefnastjóri stýrir og hefur yfirumsjón með frístundastarfinu ásamt dagskrá og skipulagningu. Hann hefur umsjón með starfsmannahaldi stuðningsfulltrúa í náms og starfssetri og frístundastarfi Klettabæjar.

Megin markhópur Klettabæjar eru börn og ungmenni með margþættar þjónustuþarfir. Unnið er eftir hugmyndafræðinni áfalla- og tengslamiðaður stuðningur. Markmiðið er að stuðla að jöfnum tækifærum ungs fólks til þátttöku og lífsgæða í samfélaginu.

Einkennisorð Klettabæjar eru ástríða, fagmennska, gleði og umhyggja.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Veita einstaklingsmiðaða þjónustu og stuðning í daglegu lífi. 
  • Dagskrá og smiðjur fyrir frístunda- og tómstundastarfið.
  • Vakta – og verkaskipting stuðningsfulltrúa.
  • Samskipti við forráðamenn og aðra lykilaðila er koma að máli.
  • Sér um að samþætta þjónustu fyrir nemendur náms og starfssetur í samvinnu við deildarstjóra. 
  • Önnur tilfallandi verkefni.   
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Menntun sem nýtist í starfi, t.a.m. Tómstundafræði eða önnur menntun á sviði félags-, heilbrigðis – og/eða menntavísinda.
  • Sveigjanleiki og færni í mannlegum samskiptum.
  • Reynsla af stjórnun æskileg.
  • Sjálfstæði í vinnubrögðum.
  • Frumkvæði og jákvæðni í starfi.
  • Skipulagshæfni
  • Hreint sakavottorð.
Auglýsing stofnuð29. nóvember 2023
Umsóknarfrestur10. desember 2023
Staðsetning
Reykjavíkurvegur 76, 220 Hafnarfjörður
Bæjarhraun 22, 220 Hafnarfjörður
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.Hreint sakavottorðPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.LeiðtogahæfniPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.SkipulagPathCreated with Sketch.TeymisvinnaPathCreated with Sketch.Umönnun (barna/aldraðra/fatlaðra)
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar