Akureyri
Akureyri
Akureyri

Verkefnastjóri skipulagsmála hjá Akureyrarbæ

Viltu taka þátt í að móta framtíð Akureyrarbæjar? Ef svo er, þá er laust til umsóknar spennandi starf verkefnastjóra skipulagsmála.

Um fullt starf er að ræða sem er ótímabundið með sveigjanlegum vinnutíma. Meginstarfsstöð er í Ráðhúsinu á Akureyri en möguleiki er að vinna í fjarvinnu af og til ef það hentar. Starfið hefur í för með sér fulla styttingu vinnuviku og frábært mötuneyti.

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða eftir samkomulagi.

Næsti yfirmaður er skipulagsfulltrúi.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Umsjón með aðal- og deiliskipulagsverkefnum á vegum bæjarins í samvinnu við skipulagsfulltrúa og aðra hagsmunaaðila.
  • Umsjón með stjórnsýslu varðandi afgreiðslu skipulagsmála.
  • Vinna að kynningarmálum um skipulagsmál.
  • Annast samskipti við Skipulagsstofnun og aðrar opinberar stofnanir.
  • Veita upplýsingar um skipulagsmál til íbúa- og annarra hagsmunaaðila.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Gerð er krafa um háskólamenntun  í arkitektúr, landslagsarkitektúr, skipulagsfræði, landfræði, eða aðra menntun sem nýtist í starfi (BA, BS eða B.Ed.).
  • Starfsreynsla á sviði skipulagsmála er kostur.
  • Þekking á opinberri stjórnsýslu og verklagi er kostur.
  • Sjálfstæð vinnubrögð og frumkvæði í starfi og færni til að tileinka sér nýjungar.
  • Framúrskarandi hæfni í samskiptum og rík þjónustulund.
  • Góð almenn tölvukunnátta.
  • Góð íslenskukunnátta og hæfni til þess að tjá sig í ræðu og riti.
  • Gerð er krafa um vammleysi, s.s. að vera með gott orðspor og að framkoma og athafnir á vinnustað og utan hans samrýmist starfinu.
Auglýsing birt5. september 2024
Umsóknarfrestur3. október 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaFramúrskarandi
Staðsetning
Geislagata 9, 600 Akureyri
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.Opinber stjórnsýslaPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.Þjónustulund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar