Akureyri
Akureyri
Akureyrarbær er stór vinnustaður með rúmlega 2.000 starfsmenn. Á hverju vori fjölgar starfsfólki um nálægt 1.200 manns vegna sumarafleysinga og vinnuskólans. Starfsfólk Akureyrarbæjar sinnir margvíslegum verkefnum sem tryggja velferð og ánægju íbúa Akureyrar, hvort sem um er að ræða störf við leik- eða grunnskóla, íbúakjarna, rekstur mannvirkja, stjórnsýslu eða annað.
Akureyri

Verkefnastjóri skipulagsmála hjá Akureyrarbæ

Þjónustu- og skipulagssvið Akureyrarbæjar óskar eftir að ráða metnaðarfullan verkefnastjóra skipulagsmála. Um er að ræða 100% stöðu sem er ótímabundin. Upphaf ráðningar er samkomulag.

Næsti yfirmaður er skipulagsfulltrúi.

Þjónustu- og skipulagssvið er stoðsvið sem ber ábyrgð á þjónustuferlum, stafrænum umbreytingum, skipulags- og byggingarmálum og daglegri stjórnun þeirra málaflokka, skipulagi umferðarmála og landfræðilegs upplýsingarkerfis Akureyrarbæjar (LUKA). Þá ber sviðið einnig ábyrgð á  markaðs- og menningarmálum Akureyrarbæjar

Helstu verkefni og ábyrgð
Umsjón með aðal- og deiliskipulagsverkefnum á vegum bæjarins í samvinnu við skipulagsfulltrúa.
Faglegt mat á deiliskipulagsverkefnum verktaka og deiliskipulagstillögum einkaaðila.
Leiðbeina ráðgjöfum og skipulagshönnuðum varðandi málsmeðferð skipulagsmála og framsetningu á skipulagsgögnum.
Annast gerð minniháttar aðal- og deiliskipulagsbreytinga auk annarrar kortagerðar.
Umsjón með stjórnsýslu varðandi afgreiðslu skipulagsmála t.d. auglýsingu og kynningarferli skipulagsáætlana.
Annast samskipti við Skipulagsstofnun og aðrar opinberar stofnanir.
Ráðgjöf við viðskiptavini á sviði skipulags- og byggingarmála.
Veita upplýsingar um skipulagsmál til íbúa- og annarra hagsmunaaðila.
Gerð er krafa um vammleysi, s.s. að vera með gott orðspor og að framkoma og athafnir á vinnustað og utan hans samrýmist starfinu.
Menntunar- og hæfniskröfur
Gerð er krafa um háskólamenntun (BA, BS eða B.Ed.) í arkitektúr, landslagsarkitektúr, skipulagsfræði, landfræði, eða sambærilega menntun sem nýtist í starfi.
Góð þekking og reynsla af notkun hönnunarforrita s.s. Microstation og Autocad.
Starfsreynsla á sviði skipulagsmála er æskileg.
Þekking á opinberri stjórnsýslu og verklagi er æskileg.
Sjálfstæð vinnubrögð og frumkvæði í starfi og færni til að tileinka sér nýjungar.
Framúrskarandi hæfni í samskiptum og rík þjónustulund.
Góð almenn tölvukunnátta.
Góð íslenskukunnátta og hæfni til þess að tjá sig í ræðu og riti.
Gerð er krafa um vammleysi, s.s. að vera með gott orðspor og að framkoma og athafnir á vinnustað og utan hans samrýmist starfinu.
Auglýsing stofnuð26. maí 2023
Umsóknarfrestur15. júní 2023
Starfstegund
Staðsetning
Geislagata 9, 600 Akureyri
Hæfni
PathCreated with Sketch.AutoCadPathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.Opinber stjórnsýslaPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.Þjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Má bjóða þér smákökur? Alfreð notar vafrakökur til að greina umferð um vefinn og bæta upplifun þína. Sjá meira.