

Verkefnastjóri rekstrarsviðs
Heimaleiga leitar að jákvæðum og drífandi einstaklingi sem verkefnastjóra. Framundan eru spennandi tímar þar sem farið verður í endurbætur á núverandi eignum og undirbúningur fyrir frekari vöxt. Verkefnastjóri mun leika lykilhlutverk við að samræma störf mismunandi teyma og leiða þessa vinnu. Starfið er hluti af rekstrarsviði Heimaleigu en verkefnastjóri vinnur þvert á öll teymi.
Verkefnastýra innleiðingu nýrra eigna og stærri viðhaldsverkefnum í samvinnu með húseigendum og öðrum hagsmunaaðilum
Gerð og eftirfylgni framkvæmda- og kostnaðaráætlana á viðhaldsverkefnum
Kostnaðar-, og tímagreiningar á ræstingum og viðhaldi innan rekstrarsviðs
Önnur tilfallandi verkefni
Menntun eða reynsla sem nýtist í starfi
Frumkvæði, skipulögð og sjálfstæð vinnubrögð
Metnaður til að ná árangri
Jákvætt viðmót og framúrskarandi samskiptahæfni
Reynsla af gistiþjónustu/hóteli er kostur
Góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti
Góð almenn tölvuþekking
Þekking á bókunarkerfum, Asana og google vinnuumhverfi er mikill kostur

