

Verkefnastjóri reikningshalds og fjármálagreininga
Háskólinn á Akureyri auglýsir laust til umsóknar 100% starf verkefnastjóra reikningshalds og fjármálagreininga. Starfið heyrir undir forstöðumann fjármála og greiningar. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Verkefnastjóri reikningshalds og fjármálagreininga hefur yfirumsjón með reikningshaldi háskólans. Hann er tengiliður háskólans við ráðuneyti og Ríkisendurskoðun.
Verkefnastjórinn er tengiliður við stjórnendur fræðasviða. Hann ber ábyrgð á og annast mánaðarlega launagreiningu fræðasviða og greinir frávik í rekstri í samvinnu við stjórnendur.
Verkefnastjórinn tekur þátt í áætlanagerð fyrir háskólann með áherslu á fræðasvið sem og gerð fjárfestingaáætlunar. Hann veitir stjórnendum háskólans upplýsingar og leiðbeiningar í tengslum við áætlanagerð og rekstur og leitar leiða til að bæta upplýsingagjöf.
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi er nauðsynleg og er háskólapróf á meistarastigi kostur.
- Góð þekking á reikningshaldi er nauðsynleg.
- Þekking og reynsla af bókhalds- og launakerfum er nauðsynleg. Reynsla af bókhalds- og launakerfi ríkisins er kostur.
- Reynsla í greiningu gagna og fjármálalæsi er nauðsynleg.
- Góð tölvukunnátta er nauðsynleg, þ.m.t. mikil færni í Excel.
- Þekking á opinberri stjórnsýslu og umhverfi háskóla er kostur.
- Frumkvæði og sveigjanleiki ásamt getu og áræðni til að taka við nýjum verkefnum án fyrirvara eru mikilvægir hæfnisþættir.
- Gott vald á íslensku, jafnt töluðu sem rituðu máli og færni í ensku er nauðsynleg.
- Skipuleg og vönduð vinnubrögð, ábyrgðarkennd ásamt þjónustulund, jákvæðni og lipurð í mannlegum samskiptum eru mjög mikilvæg.
Enska
Íslenska










