

Verkefnastjóri óskast
Viltu taka þátt í að móta sjálfbæra framtíð Ölfuss – nýsköpun, atvinnuuppbygging og umhverfisvæn verðmætasköpun í forgrunni.
Verkefnastjóri vinnur hjá Ölfus Cluster ses. og er starfstöðin í Þorlákshöfn.
Við leitum að öflugum og lausnamiðuðum einstaklingi í starf verkefnastjóra græns iðngarðs í Ölfusi í anda sjálfbærni og nýtingu vatnsauðlindarinnar.
Hvað felst í starfinu?
Þú munt vinna með fyrirtækjunum í sveitafélaginu og öðrum hagaðilum að hönnun grænna iðngarða í Ölfusi. Þú munt jafnframt vinna með hagaðilum að því að setja upp vöktun á grunnvatnsauðlindinni á svæðinu í þeim tilgangi að tryggja ábyrga nýtingu auðlindarinnar og verndun vatnshlotsins.
· Stjórna hönnun og mótun græns iðngarðs í Ölfusi í samstarfi við hagaðila.
· Viðskiptaþróun og mótun nýrra atvinnutækifæra innan svæðisins.
· Umsjón samstarfsverkefna við rekstraraðila innan svæðisins.
· Skipulagning og innleiðing grænna reglna og staðla fyrir iðngarðinn.
· Vinna að öflun þekkingar og rannsókna á umhverfis og samfélagsþáttum á svæðinu, s.s. varðandi vatnamál.
· Önnur verkefni sem tengjast atvinnuuppbyggingu innan Ölfuss.
· Brennandi áhugi á að taka þátt í atvinnuuppbyggingu innan sveitafélagsins Ölfuss.
· Frumkvæði, drifkraftur og útsjónarsemi.
· Framúrskarandi hæfni í samskiptum.
· Haldgóð atvinnureynsla og nám sem nýtist í starfi, þar er reynsla af verkefnastjórnun skilyrði.
· Þekking og reynsla af umhverfis- og skipulagsmálum er kostur.
· Góð íslensku og enskukunnátta í ræðu og riti.
· Tækifæri til að leiða nýsköpunarverkefni í samstarfi við opinbera aðila og fyrirtæki
· Mikil áhrif á sjálfbæra þróun og atvinnulíf svæðisins
· Sveigjanlegt og sjálfstætt starf í öflugu teymi
· Tengslamyndun við innlenda og erlenda hagaðila
· Brennandi áhugi á að taka þátt í atvinnuuppbyggingu innan sveitafélagsins Ölfuss.
· Frumkvæði, drifkraftur og útsjónarsemi.
· Framúrskarandi hæfni í samskiptum.
· Haldgóð atvinnureynsla og nám sem nýtist í starfi, þar er reynsla af verkefnastjórnun skilyrði.
· Þekking og reynsla af umhverfis- og skipulagsmálum er kostur.
· Góð íslensku og enskukunnátta í ræðu og riti.

