Listahátíð í Reykjavík
Listahátíð í Reykjavík
Listahátíð í Reykjavík er þverfagleg listahátíð með áherslu á nýsköpun. Hún fer fram í hefðbundnum og óhefðbundnum rýmum um alla borg og teygir sig jafnframt út fyrir borgarmörkin. Listahátíð í Reykjavík hefur verið leiðandi afl í íslensku menningarlífi frá stofnun árið 1970. Hún var tvíæringur frá upphafi en á árunum 2005-2016 var hún haldin árlega. Frá árinu 2016 er hátíðin aftur orðin að tvíæringi. Mikil listræn fjölbreytni er einkenni Listahátíðar í Reykjavík. Hún vinnur með og leiðir saman opinberar stofnanir og sjálfstæða hópa listamanna á öllum sviðum menningarlífsins. Hún hefur beint frumkvæði að fjölda verkefna, í hefðbundnum og óhefðbundnum rýmum, er alþjóðleg listahátíð sem starfar á breiðum vettvangi. Listahátíð hefur starfað með eða flutt verk eftir mikinn fjölda listamanna. Menning og listir eru ekki forréttindi fárra heldur réttindi allra. Í stefnu Listahátíðar í Reykjavík er lögð rík áhersla á að hátíðin nái til fjölbreytts hóps áhorfenda og að aðgengi sé tryggt að viðburðum fyrir sem flesta. Aðgengismál í víðum skilningi eru höfð til hliðsjónar við allt skipulag hátíðarinnar. Listahátíð fer næst fram 1.-16. júní 2023.

Verkefnastjóri listviðburða

Við leitum að verkefnastjóra sem hefur einstaka samskiptahæfileika og fer létt með að halda mörgum boltum á lofti.

Helstu verkefni eru verkefnastjórnun viðburða og samskipti við innlent og erlent listafólk og samstarfsaðila.

Listahátíð býður upp á sveigjanlegt, fjölbreytt og líflegt vinnuumhverfi og óskað er eftir metnaðarfullri manneskju sem hefur áhuga á að vinna að settum markmiðum með drífandi teymi.

Listahátíð fagnar fjölbreytileika mannlífsins í dagskrárgerð sem og hópi starfsfólks.

Starfstímabil verkefnastjóra er frá 1. nóvember 2023 til 30. júní 2024 en fyrst um sinn er starfshlutfall umsemjanlegt.

Listahátíð í Reykjavík fer fram 1. – 16. júní 2024.

Helstu verkefni og ábyrgð
Almenn verkefnastjórn og eftirfylgni viðburða á Listahátíð 2024.
Skipulag ferða, gistingar og dvalar erlends listafólks á Íslandi.
Samskipti við samstarfsaðila og fulltrúa viðburðastaða.
Menntunar- og hæfniskröfur
Reynsla og/eða menntun sem nýtist í starfi.
Reynsla af skipulagningu og framkvæmd menningarviðburða.
Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
Skipulagshæfni.
Lipurð í mannlegum samskiptum og jákvætt hugarfar.
Gott vald á íslensku og ensku í ræðu og riti.
Auglýsing stofnuð12. september 2023
Umsóknarfrestur2. október 2023
Starfstegund
Staðsetning
Lækjargata 3, 101 Reykjavík
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.SkipulagPathCreated with Sketch.VerkefnastjórnunPathCreated with Sketch.Viðburðastjórnun
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Má bjóða þér smákökur? Alfreð notar vafrakökur til að greina umferð um vefinn og bæta upplifun þína. Sjá meira.