Starfsmennt
Starfsmennt
Fræðslusetrið Starfsmennt var stofnað árið 2001 og er samstarfsvettvangur fjármála- og efnahagsráðuneytis, Reykjavíkurborgar og flestra aðildarfélaga BSRB um starfstengt nám, starfsþróun og ráðgjöf á sviði mannauðseflingar. Starfsmennt styður færniþróun opinberra starfsmanna á fjölbreyttan máta og leitast við að styðja bæði starfsfólk og stjórnendur við að velja leiðir til að þjálfa og viðhalda starfshæfni. Nánari upplýsingar má finna á www.smennt.is.

Verkefnastjóri kynningarmála

Fræðslusetrið Starfsmennt leitar að drífandi liðsfélaga til að leiða og vinna verkefni á sviði kynningarmála, fullorðinsfræðslu og náms til að efla hæfni opinberra starfsmanna.

Starfsmennt á samskipti við marga hagsmunaaðila og er því leitað að einstaklingi sem er flinkur í samskiptum, sýnir frumkvæði að úrlausnum verkefna og getur unnið sjálfstætt en jafnframt verið góður í teymisvinnu.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Ábyrgð á kynningar- og útgáfumálum
  • Yfirumsjón með heimasíðu, útgáfu veffréttabréfs og samfélagsmiðlum
  • Textagerð, hönnun og uppsetning kynningarefnis
  • Upplýsingagjöf og samskipti við þátttakendur, stofnanir og hagsmunaaðila
  • Umsjón með vefkerfi og rafrænni skráningu á námsvef
  • Þátttaka í þróun námsframboðs
  • Önnur tilfallandi verkefni

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi, s.s. á sviði miðlunar, markaðsfræði, upplýsingatækni, kennslu og/eða ráðgjafar
  • Starfsreynsla úr sambærilegum störfum er æskileg
  • Þekking á fullorðinsfræðslu og íslenskum vinnumarkaði er kostur
  • Framúrskarandi samstarfs- og samskiptahæfni, jákvæðni og sveigjanleiki
  • Nákvæmni, sjálfstæði, frumkvæði og geta til að fylgja verkefnum eftir
  • Mjög góð tölvukunnátta, þekking á vefvinnslu og miðlun efnis á rafrænan máta
  • Mjög gott vald á íslensku og ensku í ræðu og riti, þekking á öðrum tungumálum er kostur


Um Starfsmennt:
Fræðslusetrið Starfsmennt var stofnað árið 2001 og er samstarfsvettvangur fjármála- og efnahagsráðuneytis, Reykjavíkurborgar og flestra aðildarfélaga BSRB um starfstengt nám, starfsþróun og ráðgjöf á sviði mannauðseflingar. Starfsmennt styður færniþróun opinberra starfsmanna á fjölbreyttan máta og leitast við að styðja bæði starfsfólk og stjórnendur við að velja leiðir til að þjálfa og viðhalda starfshæfni.
Nánari upplýsingar má finna á www.smennt.is.

Auglýsing stofnuð10. maí 2023
Umsóknarfrestur30. maí 2023
Starfstegund
Staðsetning
Skipholt 50, 105 Reykjavík
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Má bjóða þér smákökur? Alfreð notar vafrakökur til að greina umferð um vefinn og bæta upplifun þína. Sjá meira.