
Verkefnastjóri kynningarmála
Fræðslusetrið Starfsmennt leitar að drífandi liðsfélaga til að leiða og vinna verkefni á sviði kynningarmála, fullorðinsfræðslu og náms til að efla hæfni opinberra starfsmanna.
Starfsmennt á samskipti við marga hagsmunaaðila og er því leitað að einstaklingi sem er flinkur í samskiptum, sýnir frumkvæði að úrlausnum verkefna og getur unnið sjálfstætt en jafnframt verið góður í teymisvinnu.
Helstu verkefni og ábyrgð:
- Ábyrgð á kynningar- og útgáfumálum
- Yfirumsjón með heimasíðu, útgáfu veffréttabréfs og samfélagsmiðlum
- Textagerð, hönnun og uppsetning kynningarefnis
- Upplýsingagjöf og samskipti við þátttakendur, stofnanir og hagsmunaaðila
- Umsjón með vefkerfi og rafrænni skráningu á námsvef
- Þátttaka í þróun námsframboðs
- Önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi, s.s. á sviði miðlunar, markaðsfræði, upplýsingatækni, kennslu og/eða ráðgjafar
- Starfsreynsla úr sambærilegum störfum er æskileg
- Þekking á fullorðinsfræðslu og íslenskum vinnumarkaði er kostur
- Framúrskarandi samstarfs- og samskiptahæfni, jákvæðni og sveigjanleiki
- Nákvæmni, sjálfstæði, frumkvæði og geta til að fylgja verkefnum eftir
- Mjög góð tölvukunnátta, þekking á vefvinnslu og miðlun efnis á rafrænan máta
- Mjög gott vald á íslensku og ensku í ræðu og riti, þekking á öðrum tungumálum er kostur
Um Starfsmennt:
Fræðslusetrið Starfsmennt var stofnað árið 2001 og er samstarfsvettvangur fjármála- og efnahagsráðuneytis, Reykjavíkurborgar og flestra aðildarfélaga BSRB um starfstengt nám, starfsþróun og ráðgjöf á sviði mannauðseflingar. Starfsmennt styður færniþróun opinberra starfsmanna á fjölbreyttan máta og leitast við að styðja bæði starfsfólk og stjórnendur við að velja leiðir til að þjálfa og viðhalda starfshæfni.
Nánari upplýsingar má finna á www.smennt.is.











