
Listahátíð í Reykjavík
Listahátíð í Reykjavík er þverfagleg listahátíð með áherslu á nýsköpun. Hún fer fram í hefðbundnum og óhefðbundnum rýmum um alla borg og teygir sig jafnframt út fyrir borgarmörkin.
Listahátíð í Reykjavík hefur verið leiðandi afl í íslensku menningarlífi frá stofnun árið 1970. Hún var tvíæringur frá upphafi en á árunum 2005-2016 var hún haldin árlega. Frá árinu 2016 er hátíðin aftur orðin að tvíæringi.
Mikil listræn fjölbreytni er einkenni Listahátíðar í Reykjavík. Hún vinnur með og leiðir saman opinberar stofnanir og sjálfstæða hópa listamanna á öllum sviðum menningarlífsins. Hún hefur beint frumkvæði að fjölda verkefna, í hefðbundnum og óhefðbundnum rýmum, er alþjóðleg listahátíð sem starfar á breiðum vettvangi. Listahátíð hefur starfað með eða flutt verk eftir mikinn fjölda listamanna.
Menning og listir eru ekki forréttindi fárra heldur réttindi allra.
Í stefnu Listahátíðar í Reykjavík er lögð rík áhersla á að hátíðin nái til fjölbreytts hóps áhorfenda og að aðgengi sé tryggt að viðburðum fyrir sem flesta. Aðgengismál í víðum skilningi eru höfð til hliðsjónar við allt skipulag hátíðarinnar.
Listahátíð fer næst fram 1.-16. júní 2023.
Verkefnastjóri Klúbbs Listahátíðar 2024
Við leitum að listrænum verkefnastjóra sem hefur einstaka samskiptahæfileika og fer létt með að halda mörgum boltum á lofti.
Listahátíð býður upp á sveigjanlegt, fjölbreytt og líflegt vinnuumhverfi og óskað er eftir drífandi stemningsmanneskju með góða þekkingu á íslensku menningarlífi.
Starfstímabil verkefnastjóra Klúbbs Listahátíðar er frá 1. nóvember 2023 til 30. júní 2024. Starfið er fyrst um sinn hlutastarf en vex á ráðningartímanum.
Listahátíð fagnar fjölbreytileika mannlífsins í dagskrárgerð sem og hópi starfsfólks.
Listahátíð í Reykjavík fer fram 1. – 16. júní 2024.
Helstu verkefni og ábyrgð
Þátttaka í dagskrárgerð í Klúbbi Listahátíðar 2024.
Almenn verkefnastjórn og framkvæmd viðburða í Klúbbi Listahátíðar 2024.
Samskipti við samstarfsaðila Klúbbs Listahátíðar 2024.
Menntunar- og hæfniskröfur
Reynsla af skipulagningu og framkvæmd menningarviðburða.
Góð þekking á íslensku menningarlífi.
Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
Skipulagshæfni.
Útsjónarsemi.
Lipurð í mannlegum samskiptum og jákvætt hugarfar.
Gott vald á íslensku og ensku í ræðu og riti.
Starfstegund
Staðsetning
Lækjargata 3, 101 Reykjavík
Hæfni
FrumkvæðiMannleg samskiptiSjálfstæð vinnubrögðSkipulagVerkefnastjórnunViðburðastjórnun
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)
Sambærileg störf (12)

Markaðs- og kynningarfulltrúi
Rangárþing ytra
Academic Director in the Westfjords
Háskólasetur Vestfjarða
Project Manager
InstaVolt Iceland ehf
Fræðslustjóri Alcoa Fjarðaáls
Alcoa Fjarðaál
Rekstrarstjóri
Deluxe Iceland 
Menningar- og þjónustusvið - Markaðsstjóri
Reykjanesbær
Verkefnastjóri - Byggingarverk- eða tæknifræðingur
Intellecta
Leiðtogi farsældar barna í Mosfellsbæ
Stjórnsýsla Mosfellsbæjar
Sölufulltrúi Hilton Reykjavík Nordica - Ráðstefnur og fundir
Hilton Reykjavík Nordica
Game Master
CCP Games
Þjónustustjóri – höfuðborgarsvæðið
Dagar hf.
Sölu- og viðskiptastjóri á erlendum mörkuðum
Hertz BílaleigaMá bjóða þér smákökur? Alfreð notar vafrakökur til að greina umferð um vefinn og bæta upplifun þína. Sjá meira.