Fagkaup ehf
Fagkaup veitir byggingar-, iðnaðar- og veitumarkaði virðisaukandi þjónustu.
Innan Fagkaupa eru verslunar- og þjónustufyrirtækin Johan Rönning, Sindri, Vatn og veitur, S. Guðjónsson, Varma og Vélarverk, K.H. vinnuföt, Áltak, Fossberg, Hagblikk og Þétt byggingalausnir. Rúmlega 300 starfsmenn vinna hjá Fagkaupum í fjölbreyttum störfum ólíkra starfsstöðva og fyrirtækja.
Fagkaup starfrækir vottað jafnlaunakerfi og hefur skuldbundið sig til að greiða jöfn laun fyrir sömu eða jafnverðmæt störf. Auk þess hefur Fagkaup hlotið vottun skv. ISO 9001 gæðastaðlinum.
Eitt af lykilmarkmiðunum er að fara fram úr væntingum viðskiptavina. Til að ná þeim markmiðum er hæft starfsfólk mikilvægur partur í daglegum störfum Fagkaupa. Mannauðsstefna Fagkaupa þar sem m.a. er lögð áhersla á tækifæri til starfsþróunnar og vaxtar í starfi með m.a. öflugu fræðslustarfi og fjölbreyttum störfum innan fyrirtækisins.
Unnið er að jákvæðu, hvetjandi og öruggu starfsumhverfi þar sem vellíðan starfsfólks er höfð að leiðarsljósi.
Fagkaup hvetur áhugasama einstaklinga að sækja um störf óháð kyni, aldri og uppruna.
Verkefnastjóri í upplýsingatækni
Fagkaup leitar að einstaklingi með skipulagshæfileika, reynslu af verkefnastjórnun í upplýsingatækni og færni í að tryggja gæði og árangur þróunar- og innleiðingarverkefna.
Starf Verkefnastjóra í upplýsingatækni er fjölbreytt og spennandi starf í ört stækkandi fyrirtæki. Hafir þú brennandi áhuga á að leiða verkefni í upplýsingatækni sem styðja við stefnu og vöxt Fagkaupa er þetta rétta starfið fyrir þig!
Helstu verkefni og ábyrgð
- Ábyrgð á verkefnastýringu innri og ytri verkefna
- Þarfagreining fyrir tæknilausnir
- Samskipti við innlenda og erlenda birgja
- Kostnaðareftirlit verkefna
- Innleiðing og þjálfun notenda
Menntunar- og hæfniskröfur
- Tæknimenntun sem nýtist í starfi
- Reynsla af sambærilegu starfi æskileg
- Sjálfstæð vinnubrögð
- Frumkvæði
- Færni í mannlegum samskiptum
Fríðindi í starfi
- Líkamsræktarstyrkur
- Samgöngustyrkur til umhverfisvænna ferðamáta
- Niðurgreiddur hádegismatur
Auglýsing birt31. janúar 2025
Umsóknarfrestur19. febrúar 2025
Tungumálahæfni
Íslenska
FramúrskarandiNauðsyn
Enska
Mjög góðNauðsyn
Staðsetning
Klettagarðar 25, 104 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
HugbúnaðarprófanirSjálfstæð vinnubrögðTeymisvinnaTölvuöryggiVerkefnastjórnun í upplýsingatækniÞjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar