Garðabær
Garðabær
Garðabær

Verkefnastjóri í upplýsinga- og tæknimálum skóla

Garðabær auglýsir nýtt starf verkefnisstjóra upplýsinga- og tæknimála skóla á fræðslu- og menningarsviði.
Hlutverk verkefnastjóra er að sinna miðlægri verkefnastjórnun og þróun fyrir upplýsinga- og tæknimál í skólum, með áherslu á stefnumótun í málaflokknum. Starfið hefur snertifleti við starfsmenn Garðabæjar, foreldra og aðra hagaðila.
Nýtt skipulag Garðabæjar leggur sérstaka áherslu á framúrskarandi þjónustu og stafræna þróun, sem styður við enn betri skólaþróun og tækifæri til nýsköpunar.
Leitað er að verkefnastjóra sem býr yfir leiðtoga- og samskiptahæfni. Hann þarf að vera umbótadrifinn og hafa brennandi áhuga á upplýsinga- og tæknimálum í skólastarfi. Hlutverk verkefnastjóra er að leiða og þróa upplýsinga og tæknimál í skólum og innleiða nýtt verklag.

Helstu verkefni og ábyrgð
 • Heldur utan um þarfagreiningu, kaup og innleiðingu á hugbúnaði og kennsluforritum í samstarfi við hlutaðeigandi aðila
 • Heldur utan um áhættumat á hugbúnaði og kennsluforritum sem verið að nota í skólastarfi
 • Þróar, innleiðir og fylgir eftir verkefnum á sviði upplýsinga- og tæknimála í skólum
 • Sinnir ráðgjöf í notkun á kennsluhugbúnaði og stuðningi við starfsfólk skóla
 • Ráðgjöf og utanumhald með námsáætlunum um notkun upplýsingatækni í skólastarfi
 • Heldur utan og þróar miðlæga verkfærakistu og leiðbeiningar sem nota má við kennslu
 • Fylgist með og aflar sér þekkingar á sviði upplýsinga- og tæknimála í skólastarfi
 • Kemur að þarfagreiningu og kostnaðarmati vegna innkaupa á tækjum og hugbúnaði
 • Kemur að mótun verkferla og stefnu í upplýsinga- og tæknimálum
 • Ber ábyrgð á að leiða gott samstarf við hagaðila
Menntunar- og hæfniskröfur
 • Háskólapróf sem nýtist í starfi
 • Þekking á upplýsinga og tæknimálum í skólum skilyrði
 • Þekking á sviði kennslufræði skilyrði
 • Íslenskukunnátta á stigi C1 samkvæmt evrópska tungumálarammanum
 • Enskukunnátta á stigi B2 samkvæmt evrópska tungumálarammanum
 • Reynsla á sviði verkefnastjórnunar er kostur
 • Þekking á lögum um persónuvernd er kostur
 • Mjög góðir samskiptahæfileikar og ríka þjónustulund
Fríðindi í starfi
 • Heilsuræktarstyrkur fyrir starfsmenn sem ráðnir eru í starfshlutfall að upphæð 20.000 kr. eftir 6 mánuði í starfi
 • Bókasafnskort fyrir starfsmenn sem ráðnir eru í starfshlutfall eftir 3 mánuði í starfi
 • Menningarkort fyrir starfsmenn sem ráðnir eru í starfshlutfall eftir 3 mánuði í starfi
 • Sundlaugarkort fyrir starfsmenn sem ráðnir eru í starfshlutfall eftir 3 mánuði í starfi
 • Árshátíð er starfsmönnum að kostnaðarlausu
 • Íslenskunámskeið fyrir erlenda starfsmenn
Auglýsing stofnuð4. júní 2024
Umsóknarfrestur17. júní 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaFramúrskarandi
Staðsetning
Garðatorg 7, 210 Garðabær
Starfstegund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar