Kópavogsbær
Kópavogsbær
Kópavogsbær

Verkefnastjóri í skipulagsmálum

Umhverfissvið Kópavogsbæjar óskar eftir að ráða öflugan arkitekt eða skipulagsfræðing til starfa í skipulagsdeild. Viðkomandi starfar með skipulagsfulltrúa við afgreiðslu skipulagsmála. Um er að ræða fjölbreytt starf og krefjandi verkefni í skapandi og faglegu umhverfi. Næsti yfirmaður er skipulagsfulltrúi.

Helstu verkefni og ábyrgð
Fjölbreytt verkefni við gerð aðal- deili og hverfisskipulags.
Verkstjórn við gerð og mótun skipulagsáætlana.
Umsagnir um fyrirspurnir, umsóknir og skipulagstillögur.
Gagnaöflun og undirbúningur funda skipulagsráðs ásamt kynningu erinda.
Samskipti, ráðgjöf og samráð við íbúa, hagsmunaaðila og skipulagsráðgjafa.
Veita íbúum ráðgjöf varðandi skipulagsmál.
Samskipti við lögaðila og stofnanir.
Menntunar- og hæfniskröfur
Háskólapróf sem nýtist í starfi, t.d. skipulagsfræði, arkitektúr eða landslagsarkitektúr.
Þekking á skipulagsgerð og málsmeðferð skipulagsáætlana er kostur.
Reynsla af verkefnastjórnun æskileg.
Reynsla af teymisvinnu æskileg.
Hæfni í mannlegum samskiptum.
Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
Geta til að vinna undir álagi.
Þekking á hönnunar- og teikniforritum sem nýtast í starfi.
Góð almenn tölvukunnátta.
Geta til að kynna efni fyrir framan fólk.
Góð færni í íslensku í ræðu og riti.
Auglýsing stofnuð23. ágúst 2023
Umsóknarfrestur28. september 2023
Staðsetning
Digranesvegur 1, 200 Kópavogur
Starfstegund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar