Kópavogsbær
Kópavogsbær
Kópavogur er næststærsta sveitarfélag landsins með rúmlega 40 þúsund íbúa. Nafn bæjarins er dregið af jörðinni Kópavogi sem ríkissjóður átti í byrjun síðustu aldar og leigði út ásamt annarri jörð Digranesi í nágrenni hennar. Kópavogshreppur var stofnaður í byrjun árs 1948 og voru íbúar þá rúmlega 900. Hreppurinn óx hratt og voru íbúar orðnir 3.783 þegar Kópavogur hlaut kaupstaðarréttindi 11. maí árið 1955. Í Kópavogi er mikil og fjölbreytt atvinnustarfsemi. Mest er um iðnað, þjónustu og verslun af ýmsu tagi og má geta þess að Smáralind er stærsta verslunarmiðstöð landsins. Í bænum eru fjölbreytt tækifæri til útivistar og aðstaða til íþróttaiðkunar er með því besta sem þekkist. Þá eru Kópavogsbúar afar stoltir af menningarstofnunum sínum á Borgarholtinu, svo sem Salnum, Gerðarsafni, Náttúrufræðistofu Kópavogs, Tónlistarsafni Íslands og Molanum, ungmennahúsi Kópavogs.
Kópavogsbær

Verkefnastjóri í skipulagsmálum

Umhverfissvið Kópavogsbæjar óskar eftir að ráða öflugan arkitekt eða skipulagsfræðing til starfa í skipulagsdeild. Viðkomandi starfar með skipulagsfulltrúa við afgreiðslu skipulagsmála. Um er að ræða fjölbreytt starf og krefjandi verkefni í skapandi og faglegu umhverfi. Næsti yfirmaður er skipulagsfulltrúi.

Helstu verkefni og ábyrgð
Fjölbreytt verkefni við gerð aðal- deili og hverfisskipulags.
Verkstjórn við gerð og mótun skipulagsáætlana.
Umsagnir um fyrirspurnir, umsóknir og skipulagstillögur.
Gagnaöflun og undirbúningur funda skipulagsráðs ásamt kynningu erinda.
Samskipti, ráðgjöf og samráð við íbúa, hagsmunaaðila og skipulagsráðgjafa.
Veita íbúum ráðgjöf varðandi skipulagsmál.
Samskipti við lögaðila og stofnanir.
Menntunar- og hæfniskröfur
Háskólapróf sem nýtist í starfi, t.d. skipulagsfræði, arkitektúr eða landslagsarkitektúr.
Þekking á skipulagsgerð og málsmeðferð skipulagsáætlana er kostur.
Reynsla af verkefnastjórnun æskileg.
Reynsla af teymisvinnu æskileg.
Hæfni í mannlegum samskiptum.
Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
Geta til að vinna undir álagi.
Þekking á hönnunar- og teikniforritum sem nýtast í starfi.
Góð almenn tölvukunnátta.
Geta til að kynna efni fyrir framan fólk.
Góð færni í íslensku í ræðu og riti.
Auglýsing stofnuð23. ágúst 2023
Umsóknarfrestur28. september 2023
Starfstegund
Staðsetning
Digranesvegur 1, 200 Kópavogur
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Má bjóða þér smákökur? Alfreð notar vafrakökur til að greina umferð um vefinn og bæta upplifun þína. Sjá meira.