

Verkefnastjóri í opinberum innkaupum
Vegagerðin auglýsir eftir öflugum verkefnastjóra sem vinnur þvert á svið Vegagerðarinnar við skipulag og framkvæmd þjónustukaupa og stuðlar að sjálfbærum og vistvænum innkaupaferlum í samræmi við stefnu Vegagerðarinnar. Starfsstöðin er í Garðabæ.
Starfið fellur undir stoðdeild sem er deild innan mannvirkjasviðs Vegagerðarinnar og starfa þar um 16 manns. Verkefni deildarinnar eru víðfeðm, þvert á deildir og svið Vegagerðarinnar. Auk þess að bera ábyrgð á þjónustuinnkaupum Vegagerðarinnar hefur stoðdeild m.a. umsjón með gerð leiðbeininga fyrir útboðs- og verklýsingar, umsjón og gerð reglna og handbóka um framkvæmdir og viðhald, verkefnisstjórnun á viðhaldi og styrkingu bundinna slitlaga, umsjón og framkvæmd jarðefna-, jarðfræði- og jarðtæknirannsókna, umsjón með rekstri tækja til gangaöflunar, mælinga og úrvinnslu mælinga á láði og legi. Stoðdeild heldur einnig utan um útboðskerfi Vegagerðarinnar.
- Starf verkefnastjóra á stoðdeild felst í umsjón með útboðum fyrir þjónustukaup fyrir rekstur samgöngukerfisins í samráði við forstöðumann.
- Hefur heildaryfirsýn yfir útboð á málaflokknum og tryggir að innkaup og útboð fylgi verkferlum og eru í samræmi við lög og reglur.
- Framkvæmir þarfagreiningu og hefur umsjón með innleiðingu nýrra innkaupaleiða, s.s. rammasamninga og annarra lausna, í stað hefðbundinna útboða.
- Veitir ráðgjöf og stuðning varðandi þjónustukaup fyrir rekstur samgöngukerfisins.
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi, meistarapróf æskilegt
- Marktæk reynsla og haldbær þekking á opinberum innkaupum og útboðsgerð skilyrði
- Reynsla af umbóta- og gæðamálum æskileg
- Skipulagshæfni, frumkvæði og faglegur metnaður
- Reynsla af teymisvinnu og góð hæfni til að vinna sjálfstætt skilyrði
- Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
- Góð íslensku- og enskukunnátta í rituðu og töluðu máli
- Hæfni til að fylgja málum eftir og til að finna bestu lausnir hverju sinni.
- Góð öryggisvitund













