Markaðsstofa Suðurlands
Markaðsstofa Suðurlands
Markaðsstofa Suðurlands er samvinnuvettvangur ríkis, sveitarfélaga og fyrirtækja í ferðaþjónustu á Suðurlandi um ímyndarsköpun, þróun og markaðssetningu áfangastaðarins í heild. Markaðsstofan markar stefnu fyrir ferðaþjónustu innan landshlutans í gegnum áfangastaðaáætlun ásamt því að sinna fjölþættu markaðs- og kynningarstarfi sem og ráðgjöf til fyrirtækja varðandi markaðssetningu. Starfssvæðið nær frá Selvogi í vestri og að Lóni í austri.

Verkefnastjóri í markaðsteymi

Markaðsstofa Suðurlands leitar að metnaðarfullum og drífandi aðila til að vinna að markaðsmálum áfangastaðarins Suðurlands í samræmi við stefnu. Viðkomandi kemur að fjölmörgum og krefjandi verkefnum og verður hluti af skemmtilegum vinnustað.

Helstu verkefni og ábyrgð
Umsjón, þátttaka og eftirfylgni með markaðs- og kynningarmálum
Miðlun upplýsinga og samskipti við hagsmunaaðila
Ráðgjöf til fyrirtækja og sveitarfélaga
Menntunar- og hæfniskröfur
Háskólamenntun sem nýtist í starfi
Reynsla og þekking á markaðsmálum og mörkun
Reynsla af greiningum, áætlanagerð, og eftirfylgni
Góð þekking á samfélagsmiðlum og stafrænni markaðssetningu
Frumkvæði, hugmyndaauðgi en um leið nákvæmni í vinnubrögðum
Lipurð og færni í samskiptum
Tæknileg nálgun og hæfni
Mjög góð færni í íslensku og ensku
Þekking á ferðaþjónustu og landshlutanum mikilvægur
Búseta á Suðurlandi skilyrði
Starfið krefst ferðalaga, sjálfstæðra vinnubragða og sveigjanlegs vinnutíma
Auglýsing stofnuð18. ágúst 2023
Umsóknarfrestur3. september 2023
Starfstegund
Staðsetning
Tryggvagata 13, 800 Selfoss
Hæfni
PathCreated with Sketch.Almenn tæknikunnáttaPathCreated with Sketch.ÁætlanagerðPathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.GreinaskrifPathCreated with Sketch.HugmyndaauðgiPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.MarkaðsrannsóknirPathCreated with Sketch.Markaðssetning á netinuPathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.Skilgreining markhópaPathCreated with Sketch.Vörumerkjastjórnun
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Má bjóða þér smákökur? Alfreð notar vafrakökur til að greina umferð um vefinn og bæta upplifun þína. Sjá meira.