Rekstrarfélag Kringlunnar
Rekstrarfélag Kringlunnar
Rekstrarfélag Kringlunnar

Verkefnastjóri í fasteignaumsjón

Við leitum af framúrskarandi liðsmanni í teymi Rekstrarfélags Kringlunnar og óskum eftir að ráða til okkar verkefnastjóra í fasteignaumsjón til að sinna fjölbreyttum og áhugaverðum verkefnum þar sem metnaður, frumkvæði, sjálfstæði og skipulag skipta lykilmáli.

Um er að ræða 100% starf til framtíðar. Starfið felur í sér allt eftirlit með fasteigninni, stjórnun, skipulagning og úrvinnslu og eftirfylgni verkefna. Viðkomandi vinnur jafnframt náið með öðru starfsfólki félagsins.

Við leitum að jákvæðum og drífandi einstaklingi með gott verkvit, útsjónarsemi og skilning á fasteignum og umsýslu þeirra.

Helstu verkefni og ábyrgð

·         Sinna eftirliti á fasteigninni, verkumsjón með framkvæmdum, viðhaldi og tæknimálum

·         Móttaka, skráning, úrvinnsla og eftirfylgni verkefna á sviðið viðhalds og framkvæmda

·         Samskipti við rekstraraðila og aðra hagaðila

·         Rýna í ástand eignar og leysa ýmis viðhaldsverkefni

Menntunar- og hæfniskröfur

·         Viðeigandi iðn eða tæknimenntun er skilyrði eða önnur menntun sem nýtist í starfi

·         Þekking og reynsla af iðn og tæknistörfum, framkvæmdum og viðhaldi fasteigna

·         Þekking á helstu tölvukerfum (Microsoft)

·         Góð samskiptahæfni og áhugi á að byggja upp farsælt samstarf við rekstraraðila,     viðskiptavini og aðra hagaðila

·         Skipulagshæfni og geta til að vinna bæði sjálfstætt og í teymisvinnu í fjölbreyttum verkefnum

·         Jákvætt viðhorf, hæfni í mannlegum samskiptum og lausnamiðuð hugsun

Auglýsing birt5. desember 2025
Umsóknarfrestur15. desember 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Kringlan 4-12, 103 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Hreint sakavottorð
Starfsgreinar
Starfsmerkingar