Háskólinn á Bifröst
Háskólinn á Bifröst
Háskólinn á Bifröst

Umsjónamaður háskólagáttar

Háskólinn á Bifröst leitar eftir umsjónarmanni háskólagáttar í 50% stöðu. Við leitum að metnaðarfullum einstaklingi sem hefur áhuga á að taka virkan þátt í uppbyggingu háskólagáttar við háskólann.

Háskólinn á Bifröst hefur undanfarin ár verið að byggja upp öflugt aðfaranám til þess að veita fólki tækifæri til að fá góðan undirbúning fyrir nám á háskólastigi. Þetta er því tækifæri fyrir þann sem vill til styðja við og efla enn frekar aðfaranám við Háskólann á Bifröst. Háskólinn á Bifröst hefur starfsstöðvar bæði í Reykjavík og á Hvanneyri.

Helstu verkefni og ábyrgð
 • Umsjón með skipulagningu, framkvæmd og uppbyggingu aðfaranáms háskólann á Bifröst skv. námskrá.
 • Mótun og skipulagning á kynningarefni og markaðssetningu í samráði við markaðs- og samskiptasviðs.
 • Ráðning stundakennara, eftir því sem við á og í samráði við rektor.
 • Framfylgir lögum og reglum um aðfaranám í háskólum.
 • Umsjón og eftirlit með framgangi og árangri einstakra verkefna.
 • Samskipti við nemendur, kennara, sem og stoðsvið, eftir því em við á.
 • Fjárhagsleg ábyrgð á verkefnum háskólagáttar, innan samþykktrar fjárhagsáætlunar.
 • Önnur tilfallandi verkefni er snúa að aðfaranámi.

Starfsmaður skal í störfum sínum fylgja reglugerð Háskólans á Bifröst, gæðahandbók skólans og skriflegum tilskipunum og leiðbeiningum á hverjum tíma.

Menntunar- og hæfniskröfur
 • Framhaldsnám á sviði menntunar- og kennslufræða sem og reynsla sem nýtist í starfi.
 • Reynsla af þróun námskeiða og/eða námsbrauta.
 • Starfsreynsla af framhalds- eða háskólastigi er kostur.
 • Leiðtoga- og skipulagsfærni.
 • Færni í mannlegum samskiptum og þjónustulund.
 • Mjög góð færni í íslensku og ensku, í ræðu og riti.
Auglýsing stofnuð15. maí 2024
Umsóknarfrestur29. maí 2024
Tungumálakunnátta
ÍslenskaÍslenskaFramúrskarandi
EnskaEnskaFramúrskarandi
Staðsetning
Hvanneyri, 311 Hvanneyri
Borgartún 18, 105 Reykjavík
Starfstegund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar