Vegagerðin
Vegagerðin þróar og annast samgöngukerfi, á sjó og landi, á sem hagkvæmastan hátt með þarfir samfélagsins, öryggi vegfarenda og umhverfissjónarmið að leiðarljósi.
Um 350 starfsmenn Vegagerðarinnar starfa á 18 starfsstöðvum víðsvegar um landið.
Verkefnastjóri gæðamála
Ef þú hefur áhuga á að vinna í spennandi og krefjandi umhverfi, hefur metnað fyrir gæðastarfi og vilt móta framtíðina í gæðamálum hjá stærstu framkvæmdastofnun landsins, þá viljum við heyra frá þér.
Við leitum að öflugum verkefnastjóra til að leiða gæðamál Vegagerðarinnar og stýra áframhaldandi þróun í samráði við forstöðumann umbóta. Gæðamál heyra undir deild Umbóta á skrifstofu forstjóra. Verkefnastjóri gæðamála starfar þvert á svið og svæði, veitir ráðgjöf í gæðamálum og tryggir viðeigandi samráð og upplýsingagjöf.
Vegagerðin hefur tekið stór skref í gæðamálum undanfarin ár og við leitum að drífandi og dugmiklum aðila til að halda vegferðinni áfram.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Umsjón með gæðakerfi Vegagerðarinnar, viðhaldi og vottunum
- Skipulag á innri úttektum
- Vinna að því að verklag og ferlar Vegagerðarinnar séu skilvirkir
- Upplýsingagjöf til stjórnenda
- Veita fræðslu og leiðsögn um gæðamál
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólanám sem nýtist í starfi
- Reynsla af rekstri gæðastjórnunarkerfa og mótun verkferla
- Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
- Hæfni til að vinna sjálfstætt sem og í teymisvinnu
- Lausnamiðuð hugsun, frumkvæði og faglegur metnaður
- Skipulögð og öguð vinnubrögð í starfi
- Mjög góð íslensku- og enskukunnátta
Auglýsing birt5. september 2024
Umsóknarfrestur23. september 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaFramúrskarandi
EnskaMjög góð
Staðsetning
Suðurhraun 3, 210 Garðabær
Starfstegund
Hæfni
Mannleg samskiptiUmsýsla gæðakerfa
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (3)
Sambærileg störf (12)
Verkefnastjóri umhverfismála
Samtök sunnlenskra sveitarfélaga
Velferðarsvið: Ráðgjafi við móttöku flóttafólks
Akureyri
Verkefnastjóri í upplýsingatækni
Landsnet hf.
Sérfræðingur í úttektum á stjórnkerfistöðlum
BSI á Íslandi ehf.
Verkefnastjóri farsældar á Norðurlandi eystra
Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra
Verkefnastjóri - vinnuáætlanir og innri störf
PwC
Verkefnastjóri veflausna
Advania
Vörustjóri hugbúnaðarlausna á þróunarsviði
Landspítali
Verkefnastjóri þróunar- og uppbyggingar
Isavia / Keflavíkurflugvöllur
Verkefnastjóri á verkefnastofu
Umhverfis- og skipulagssvið
Verkefnastjóri á stórnotendasviði
Johan Rönning
Erindreki
Bandalag íslenskra skáta