Vegagerðin
Vegagerðin
Vegagerðin

Verkefnastjóri gæðamála

Ef þú hefur áhuga á að vinna í spennandi og krefjandi umhverfi, hefur metnað fyrir gæðastarfi og vilt móta framtíðina í gæðamálum hjá stærstu framkvæmdastofnun landsins, þá viljum við heyra frá þér.

Við leitum að öflugum verkefnastjóra til að leiða gæðamál Vegagerðarinnar og stýra áframhaldandi þróun í samráði við forstöðumann umbóta. Gæðamál heyra undir deild Umbóta á skrifstofu forstjóra. Verkefnastjóri gæðamála starfar þvert á svið og svæði, veitir ráðgjöf í gæðamálum og tryggir viðeigandi samráð og upplýsingagjöf.

Vegagerðin hefur tekið stór skref í gæðamálum undanfarin ár og við leitum að drífandi og dugmiklum aðila til að halda vegferðinni áfram.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Umsjón með gæðakerfi Vegagerðarinnar, viðhaldi og vottunum  
  • Skipulag á innri úttektum  
  • Vinna að því að verklag og ferlar Vegagerðarinnar séu skilvirkir 
  • Upplýsingagjöf til stjórnenda 
  • Veita fræðslu og leiðsögn um gæðamál  
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólanám sem nýtist í starfi 
  • Reynsla af rekstri gæðastjórnunarkerfa og mótun verkferla  
  • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum 
  • Hæfni til að vinna sjálfstætt sem og í teymisvinnu 
  • Lausnamiðuð hugsun, frumkvæði og faglegur metnaður 
  • Skipulögð og öguð vinnubrögð í starfi 
  • Mjög góð íslensku- og enskukunnátta 
Auglýsing birt5. september 2024
Umsóknarfrestur23. september 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaFramúrskarandi
EnskaEnskaMjög góð
Staðsetning
Suðurhraun 3, 210 Garðabær
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Umsýsla gæðakerfa
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar