

Verkefnastjóri gæða- og þróunarmála í leik- og grunnskólum
Fræðslu- og lýðheilsusvið óskar eftir að ráða verkefnastjóra gæða- og þróunarmála í leik- og grunnskólum hjá fræðslu- og lýðheilsusviði Akureyrarbæjar. Um er að ræða 100% stöðu sem er ótímabundin. Ráðið er í starfið frá og með 1. september 2024 eða skv. samkomulagi.
Verkefnastjóri gæða- og þróunarmála ber ábyrgð á stuðningi og eftirliti með starfi gæðaráða leik- og grunnskóla, stuðningi við sameiginleg þróunarverkefni skóla, á innritunarferli nemenda í leikskóla og hefur yfirumsjón með málaflokki dagforeldra.
Skrifstofa fræðslu- og lýðheilsusviðs er stoðdeild á fræðslu- og lýðheilsusviði og er ein af fimm deildum sviðsins. Innan skrifstofunnar er höfð yfirumsjón og eftirlit með rekstrareiningum sviðsins innan skólamála, skólaþjónustu, tómstunda-, forvarna- og íþróttamála og veitt ráðgjöf þar að lútandi.
- Veitir stuðning og hefur eftirlit með innra mati leik- og grunnskóla.
- Starfar með gæðaráðum leik- og grunnskóla að því að uppfylla viðmið menntastefnu Akureyrarbæjar og aðstoðar þau við að útbúa matstæki vegna innra mats.
- Kallar eftir þeim áætlunum leik- og grunnskóla sem fræðslu- og lýðheilsuráð ber ábyrgð á og dregur saman stöðu þeirra fyrir ráðið hverju sinni.
- Hefur yfirumsjón með innritun og skráningu nemenda í leikskóla Akureyrarbæjar í samstarfi við skólastjóra leikskóla.
- Hefur yfirumsjón með málaflokki dagforeldra og stýrir dagforeldrateymi á fræðslu- og lýðheilsusviði. Sinnir heimsóknum og ráðgjöf til dagforeldra og foreldra eftir þörfum.
- Er tengiliður fræðslu- og lýðheilsusviðs við Karellen og Mentor.
- Veitir stuðning og eftirfylgd við þróun skólastarfs þegar kemur að sameiginlegum verkefnum skólanna og styður sviðsstjóra og skólastjórnendur við þróunarverkefni.
- Aðstoðar við umsóknir á styrkjum til þróunarverkefna.
- Leyfisbréf til kennslu.
- Framhaldsmenntun sem nýtist í starfi er æskileg.
- Reynsla og þekking af þróunarstarfi í leik- og/eða grunnskólum.
- Reynsla af starfi innan skólakerfisins og þekking á farsælum starfsháttum.
- Þekking á framkvæmd innra mats og umbótum í skólastarfi.
- Lausnamiðuð hugsun og metnaður.
- Samskiptafærni, sveigjanleiki og víðsýni.
- Góð tölvukunnátta og færni í að tileinka sér nýjungar á því sviði.
- Góð íslenskukunnátta í ræðu og riti og góð enskukunnátta í riti.
- Gerð er krafa um vammleysi, s.s. að vera með gott orðspor og að framkoma og athafnir á vinnustað og utan hans samrýmist starfinu.













