Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi
Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi

Verkefnastjóri fjármála og Uppbyggingarsjóðs Vesturlands

Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi óska eftir að ráða verkefnastjóra fjármála og Uppbyggingarsjóðs Vesturlands. Starfið felur í sér fjármálastjórnun fyrir Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi og umsjón með Uppbyggingarsjóði Vesturlands, sem styrkir menningar-, atvinnu- og nýsköpunarverkefni á svæðinu. Verkefnastjóri ber ábyrgð á fjárhagsáætlunum, uppgjörum, launaumsýslu og framsetningu fjárhagsupplýsinga ásamt þátttöku í stefnumótun og þróunarverkefnum. Viðkomandi starfar að verkefnum á öllu Vesturlandi og starfið getur kallað á ferðalög. Starfið heyrir undir framkvæmdastjóra SSV.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Umsýsla með fjármálum og fjárhagsupplýsingum fyrir SSV
  • Umsjón með launaumsýslu fyrir SSV og þá aðila sem SSV vinnur fyrir
  • Varðveisla skjala og annarra ganga sem tilheyra SSV
  • Utanumhald um starfsemi Uppbyggingarsjóðs Vesturlands og hefur umsjón með vinnslu á ýmis konar tölfræði fyrir Sóknaráætlun Vesturlands
  • Aðkoma að sérverkefnum varðandi rannsóknir og tölfræði fyrir SSV
  • Þáttaka í stefnumótun og þróunarverkefnum
  • Ýmis önnur verkefni í samráði við stjórnendur SSV
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi t.d. á sviði fjármála og viðskiptafræði
  • Þekking og reynsla af fjármálastjórnun, fjárhagsáætlunargerð og launaumsýslu
  • Hæfni í greiningum og framsetningu tölulegra gagna
  • Góð tölvukunnátta og tæknilæsi, þekking á Excel og DK er kostur
  • Þekking á opinberri stjórnsýslu er kostur
  • Hæfni í að tileinka sér nýja þekkingu og miðla henni áfram
  • Framúrskarandi samskipta- og samstarfshæfni
  • Frumkvæði, skipulagshæfni og lausnamiðuð hugsun
  • Góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti
Auglýsing birt19. nóvember 2025
Umsóknarfrestur5. desember 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Bjarnarbraut 8, 310 Borgarnes
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar