
Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi
Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV) eru bakhjarl sveitarfélaganna í landshlutanum í sameiginlegum málum þeirra og stuðla að blómlegri byggðaþróun, öflugu atvinnulífi, lifandi menningarlífi, uppbyggingu áfangastaða og markaðssetningu. Starfssvæði samtakanna nær yfir Akranes og Hvalfjarðarsveit, Borgarfjörð, Snæfellsnes og Dalabyggð. Hlutverk SSV er að styðja við sveitarfélög og atvinnulíf á Vesturlandi og vinna að uppbyggingu í samræmi við áherslur sveitarfélaganna og í takti við áherslur stjórnvalda um byggðamál.
Verkefnastjóri fjármála og Uppbyggingarsjóðs Vesturlands
Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi óska eftir að ráða verkefnastjóra fjármála og Uppbyggingarsjóðs Vesturlands. Starfið felur í sér fjármálastjórnun fyrir Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi og umsjón með Uppbyggingarsjóði Vesturlands, sem styrkir menningar-, atvinnu- og nýsköpunarverkefni á svæðinu. Verkefnastjóri ber ábyrgð á fjárhagsáætlunum, uppgjörum, launaumsýslu og framsetningu fjárhagsupplýsinga ásamt þátttöku í stefnumótun og þróunarverkefnum. Viðkomandi starfar að verkefnum á öllu Vesturlandi og starfið getur kallað á ferðalög. Starfið heyrir undir framkvæmdastjóra SSV.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Umsýsla með fjármálum og fjárhagsupplýsingum fyrir SSV
- Umsjón með launaumsýslu fyrir SSV og þá aðila sem SSV vinnur fyrir
- Varðveisla skjala og annarra ganga sem tilheyra SSV
- Utanumhald um starfsemi Uppbyggingarsjóðs Vesturlands og hefur umsjón með vinnslu á ýmis konar tölfræði fyrir Sóknaráætlun Vesturlands
- Aðkoma að sérverkefnum varðandi rannsóknir og tölfræði fyrir SSV
- Þáttaka í stefnumótun og þróunarverkefnum
- Ýmis önnur verkefni í samráði við stjórnendur SSV
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi t.d. á sviði fjármála og viðskiptafræði
- Þekking og reynsla af fjármálastjórnun, fjárhagsáætlunargerð og launaumsýslu
- Hæfni í greiningum og framsetningu tölulegra gagna
- Góð tölvukunnátta og tæknilæsi, þekking á Excel og DK er kostur
- Þekking á opinberri stjórnsýslu er kostur
- Hæfni í að tileinka sér nýja þekkingu og miðla henni áfram
- Framúrskarandi samskipta- og samstarfshæfni
- Frumkvæði, skipulagshæfni og lausnamiðuð hugsun
- Góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti
Auglýsing birt19. nóvember 2025
Umsóknarfrestur5. desember 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaNauðsyn
EnskaNauðsyn
Staðsetning
Bjarnarbraut 8, 310 Borgarnes
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Sérfræðingur í uppgjörum
Icelandair

Sérfræðingur í fjárhagsáætlunum og greiningum
Vegagerðin

Viðskiptastjóri (tímabundið starf)
Landsnet

Deildarstjóri innkaupa og samningsstjórnunar
Umhverfis- og skipulagssvið

Gagnasérfræðingur
Orkusalan

Sérfræðingur í áhættustýringu
Isavia / Keflavíkurflugvöllur

Sérfræðingur í verkefnastýringu sölu og þjónustu á lífeyris- og verðbréfamarkaði
Arion banki

Viltu hafa áhrif á áhættustýringu stærstu framkvæmda landsins?
Landsvirkjun

Innkaup
Bílanaust

Bókhald
Rýni endurskoðun ehf.

Forstöðumaður reikningshalds
Olís

Sveriges ambassad söker assistent till ambassadören med delansvar för främjande
Sendiráð Svíþjóðar