
Akureyri
Akureyrarbær er stór vinnustaður með rúmlega 2.000 starfsmenn. Á hverju vori fjölgar starfsfólki um nálægt 1.200 manns vegna sumarafleysinga og vinnuskólans.
Starfsfólk Akureyrarbæjar sinnir margvíslegum verkefnum sem tryggja velferð og ánægju íbúa Akureyrar, hvort sem um er að ræða störf við leik- eða grunnskóla, íbúakjarna, rekstur mannvirkja, stjórnsýslu eða annað.

Verkefnastjóri fasteignaskráningar og lóðarskrárritunar
Þjónustu- og skipulagssvið Akureyrarbæjar óskar eftir að ráða metnaðarfullan verkefnastjóra fasteignaskráningar og lóðarskrárritunar. Um er að ræða 100% stöðu sem er ótímabundin. Upphaf ráðningar er samkomulag en æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Næsti yfirmaður er byggingarfulltrúi.
Þjónustu- og skipulagssvið er stoðsvið sem ber ábyrgð á þjónustuferlum, stafrænum umbreytingum, skipulags- og byggingarmálum og daglegri stjórnun þeirra málaflokka, skipulagi umferðarmála og landfræðilegs upplýsingarkerfis Akureyrarbæjar (LUKA). Þá ber sviðið einnig ábyrgð á markaðs- og menningarmálum.
Verkefnastjóri verður hluti af öflugu teymi starfsmanna byggingarfulltrúa og skipulagsfulltrúa.
Helstu verkefni og ábyrgð
Stofna lóðir, útbúa stofnskjöl, yfirlýsingar og lóðarleigusamninga.
Ýmis lóðamál sem upp koma s.s. að halda utan um rétta skráningu lóða og finna upplýsingar fyrir íbúa um lóðir sínar.
Halda utan um upplýsingar um eignarhald á landi, m.a. vegna deiliskipulagsvinnu
Er kerfisstjóri fyrir skráningarkerfi fasteigna og sér um skráningu nýrra lóða nýbygginga, eignaskiptayfirlýsinga, breytingu lóðarstærða, uppfærir og breytir byggingarstigum, keyrir skráningartöflur í kerfið og tilkynnir breytta notkun eigna.
Menntunar- og hæfniskröfur
Háskólamenntun (BA, BS eða B.Ed) á sviði landupplýsinga, á tæknisviði eða önnur sambærileg háskólamenntun sem nýst getur í starfi.
Góð almenn tölvukunnátta er nauðsynleg.
þekking á teikniforritum svo sem MicroStation er kostur.
Þekking á skjalavörslukerfum, s.s. ONE system er kostur.
Framúrskarandi hæfni í samskiptum og rík þjónustulund.
Sjálfstæði og frumkvæði í starfi.
Færni í að tileinka sér nýjungar.
Góð íslenskukunnátta og hæfni til þess að tjá sig í ræðu og riti.
Gerð er krafa um vammleysi, s.s. að vera með gott orðspor og að framkoma og athafnir á vinnustað og utan hans samrýmist starfinu.
Auglýsing stofnuð26. maí 2023
Umsóknarfrestur29. júní 2023
Starfstegund
Staðsetning
Geislagata 9, 600 Akureyri
Hæfni
FrumkvæðiMannleg samskiptiMetnaðurSjálfstæð vinnubrögðÞjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (3)
Sambærileg störf (12)

Tæknimaður í verkefnastjórnun
Steypustöðin
Verkefnastjóri hjúkrunar
Sóltún hjúkrunarheimili
Specialist who has aspirations of becoming a Ph.D. student
Háskólinn í Reykjavík
Verkefnastjóri í þriggja ára rannsóknarverkefni við Sálfræði
Háskólinn í Reykjavík
Verkefnastjóri - Byggingarverk- eða tæknifræðingur
Intellecta
Verkefnastjóri á hjúkrunardeild - Hafnarfjörður
Hrafnista
Viltu verða verkefnastjóri í fagteymi verkefnastjórnunar?
EFLA hf
Fagstjóri / verkefnastjóri á umferðarsviði
Samgöngustofa
🎲 Game Designer Wanted!
Rocky Road
Er SSNV að leita að þér?
Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestr...
Verkefnastjóri – Vélaverkfræðingur
Intellecta
Tvær stöður verkefnastjóra
RARIK ohf.Má bjóða þér smákökur? Alfreð notar vafrakökur til að greina umferð um vefinn og bæta upplifun þína. Sjá meira.