Reykjavíkurborg
Reykjavíkurborg

Verkefnastjóri fasteigna- og búnaðarmála

Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar auglýsir starf verkefnastjóra í teymi fasteigna og búnaðarmála með sérhæfingu í leikskólabyggingar laust til umsóknar.

Leitað er að öflugum og metnaðarfullum einstaklingi og er næsti yfirmaður deildarstjóri byggingarteymis, Daníel Benediktsson.

Undir skóla- og frístundasvið heyrir rekstur leikskóla, grunnskóla og frístundamiðstöðva Reykjavíkurborgar, starfsemi dagforeldra, skólahljómsveita og tónlistarskóla. Skóla- og frístundasvið þjónustar yfir 22 þúsund börn og fjölskyldur þeirra.

Helsta starfssvið verkefnastjóra er að hafa faglega umsjón með verkefnum skóla- og frístundasviðs varðandi uppbyggingu og endurbætur á húsnæði leikskóla.

Veita umhverfis- og skipulagssviði og eignaskrifstofu Reykjavíkur ráðgjöf á sviði leikskólastarfs í nýbyggingum, endurnýjun og/eða viðbótum við húsnæði og útisvæði út frá Menntastefnu Reykjavíkurborgar, stefnu Reykjavíkurborgar um byggingar fyrir skóla- og frístundastarf og aðalnámskrá leikskóla.

Veitir stjórnendum leikskóla ráðgjöf og stuðning í verkefnum tengdum framkvæmdum.

Er fulltrúi skóla- og frístundasviðs í viðbragðsteymi vegna húsnæðismála.

Er ráðgjafi í Brúum bilið stýrihóp borgarinnar sem stýrir uppbyggingu nýrra leikskóla en einnig í viðbyggingum við eldri leikskóla, nýjum leikskóladeildum.

Umsókn fylgi starfsferilskrá og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.

Um laun og starfskjör fer samkvæmt kjarasamningum Reykjavíkurborgar og viðeigandi stéttarfélags.

Umsóknarfrestur er til og með 17. júní 2024.

Nánari upplýsingar veita: Daníel Benediktsson, verkefnastjóri daniel.benediktsson@reykjavik.isFrans Páll Sigurðsson, fjármálastjóri frans.pall.sigurdsson@reykjavik.is

Helstu verkefni og ábyrgð
 • Að hafa eftirlit með að byggingar fyrir leikskóla Reykjavíkurborgar sé í samræmi við stefnur Reykjavíkurborgar og viðeigandi lög og reglugerðir.
 • Er fulltrúi við forsagnir og þarfagreiningu um húsnæði; bæði endurbótum, viðbyggingum og nýbyggingum.
 • Samstarf við umhverfis og skipulagssvið og eignaskrifstofu Reykjavíkur.
 • Vinna að gerð fjárfestingaráætlana og forgangsröðun á leikskólahúsnæði.
 • Kemur að mati á viðhalds- og endurnýjunarþörf á leikskólahúsnæði og búnaði.
 • Veitir stjórnendum ráðgjöf og stuðning í verkefnum tengdum framkvæmdum.
 • Leggur faglegt mat á bráðabirgða húsnæði ef leikskóli þarf að flytja sig um set vegna framkvæmda á húsnæði.
 • Ráðgjafi í Brúum bilið, stýrihóp borgarinnar að uppbyggingu nýrra leikskólaplássa í borginni.
Menntunar- og hæfniskröfur
 • Leyfisbréf kennara með sérþekkingu á leikskólastarfi
 • Framúrskarandi hæfni í samskiptum
 • Frumkvæði, sjálfstæði og metnaður í starfi
 • Góð íslenskukunnátta
Fríðindi í starfi
 • Styttingu vinnuvikunnar
 • Heilsuræktarstyrkur
 • Menningarkort og sundkort
 • Samgöngusamningur
Auglýsing stofnuð6. júní 2024
Umsóknarfrestur17. júní 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaMjög góð
Staðsetning
Borgartún 12-14, 105 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar